Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir Jón Steinsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Í síðasta mánuði héldu Færeyingar uppboð á veiðiheimildum. Þetta var gert í tilraunaskyni. Árið 2018 munu öll núverandi veiðileyfi í Færeyjum renna út og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taka við. Landstjórn Færeyja vinnur nú að mótun þessa nýja kerfis. Útgangspunkturinn í þeirri vinnu er að farin verði markaðsleið við úthlutun veiðiheimilda. Uppboð á veiðiheimildum er ein af meginleiðunum sem eru til skoðunar í því sambandi og því ákváðu Færeyingar að gera tilraun með uppboð á litlum hluta (um 10%) veiðiheimilda í þremur stofnum nú í sumar. Það var ákaflega vel að þessari tilraun staðið. Veiðiheimildunum sem til stóð að bjóða upp var skipt niður og haldin nokkur smærri uppboð í hverri tegund yfir nokkurra vikna skeið. Mismunandi uppboðsaðferðir voru prófaðar til þess að fá reynslu á það hvort ein aðferð gengi betur en önnur.Uppboðin tókust vel Það er skemmst frá því að segja að uppboðin tókust mjög vel. Færeysk stjórnvöld fengu hátt verð fyrir veiðiheimildirnar ef verðið er borið saman við þau veiðigjöld sem íslenskar útgerðir greiða í dag. Fyrir þorskkvóta í Barentshafi fengu Færeyingar að meðaltali 3,42 danskar krónur á kíló sem gera um það bil 62 íslenskar krónur. Til samanburðar munu íslenskar útgerðir greiða rúmar 11 kr. í veiðigjald af þorskkvóta á næsta fiskveiðiári. Munurinn er því meira en fimmfaldur. Færeyingar fengu að meðaltali 3,66 danskar krónur á kíló fyrir makrílkvóta (u.þ.b. 66 íslenskar krónur). Til samanburðar verður veiðigjald á makríl á Íslandi einungis 2,78 kr. á næsta fiskveiðiári. Hér er færeyskur almenningur því að fá um 24 sinnum hærri upphæð en við Íslendingar. Í síld var meðalverðið á uppboðunum í Færeyjum 3,57 danskar krónur (u.þ.b. 64 íslenskar krónur) en veiðigjaldið á síld á Íslandi verður einungis 2,56 kr. á næsta ári. Almenningur í Færeyjum fær því um 25 sinnum meira í auðlindaarð fyrir síldarkvóta en Íslendingar. Talsmenn SFS (sem eitt sinn kallaði sig LÍÚ) hafa haldið því fram að þessi samanburður sé villandi þar sem aðstæður séu aðrar á Íslandi en í Færeyjum. Það er nokkuð til í því þegar kemur að makríl. Færeyingar geti veitt makrílinn þegar hann er í betra ástandi en við Íslendingar. Ef til vill skýrir það að hluta þennan 24-falda mun. En þessi sömu rök eiga ekki við um síldina og þar er munurinn jafn mikill. Varðandi þorskinn er líklegt að samanburðurinn við Færeyjar sé villandi í hina áttina. Færeyingar þurfa að sigla alla leið í Barentshaf til þess að sækja þann fisk á meðan íslenski þorskurinn heldur til við okkar eigin strendur. Talsmenn SFS halda því einnig fram að hér sé um jaðarverð að ræða sem endurspegli ekki verðið ef allur kvótinn væri boðinn upp. Í því sambandi er vert að minna á að flestir sem tala fyrir uppboði á veiðiheimildum á Íslandi telja einmitt skynsamlegt að kerfisbreytingin eigi sér stað hægt og bítandi yfir nokkurra ára skeið með þeim hætti að 10-20% af veiðiheimildum hverrar tegundar séu boðnar út ár hvert til fimm eða tíu ára. Það væri því hlutfallslega svipað magn á uppboði í slíku kerfi og Færeyingar buðu út nú í júlí.Hátt leiguverð á Íslandi Einnig er gagnlegt að bera verðið sem Færeyingar fengu í uppboðunum saman við leiguverð á kvóta á Íslandi. Á síðasta fiskveiðiári var meðalleiguverð á þorskkvóta tæpar 200 kr. á kíló (þegar það er umreiknað í óslægðan fisk) og um 15% af öllu aflamarki var leigt. Annar samanburður er við verð á „varanlegum veiðiheimildum“. Nú fyrir skemmstu keypti HB Grandi 1600 þorskígildistonn fyrir 3.950 milljónir króna. Það gera um 2.500 kr. á kíló. Ef við notum 8% ávöxtunarkröfu til þess að umreikna þetta verð í ársleiguverð gera það einnig um 200 kr. á kíló. Þessi samanburður sýnir að verðið sem Færeyingar fengu er mun lægra en það sem íslenskar útgerðir eru tilbúnar að greiða fyrir þorskkvóta á Íslandi. Eins og fyrr segir er líklegt að hluti af skýringunni á þessum mun sé að þorskkvóti úr íslenska þorskstofninum sé meira virði en þorskkvóti í Barentshafi. En þessi munur bendir einnig til þess að uppboð gæti leitt til þess að hið himinháa verð á kvóta sem viðgengist hefur á Íslandi myndi lækka. Það myndi bæta stöðu nýliða og minni útgerða á Íslandi. Hinn stóri vandi við veiðigjald er að skiptar skoðanir eru um það hversu hátt fullt gjald er. Útgerðin getur nýtt sér þessa óvissu til þess að halda gjaldinu í algjöru lágmarki. Stærsti kosturinn við uppboð er að gjaldið sem tekið er ræðst af boðum fyrirtækjanna sjálfra. Uppboð leiðir til þess að útgerðirnar neyðast til þess að gefa það upp hversu mikils virði veiðiheimildirnar í rauninni eru. Ráðamenn hafa oft skýlt sér á bak við það að uppboð á veiðiheimildum hafi ekki verið notuð annars staðar. En nú hafa Færeyingar sýnt okkur að þessi leið er vel fær. Ef frændur okkar Færeyingar geta þetta, af hverju ættum við ekki að geta farið þessa leið?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðun Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði héldu Færeyingar uppboð á veiðiheimildum. Þetta var gert í tilraunaskyni. Árið 2018 munu öll núverandi veiðileyfi í Færeyjum renna út og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taka við. Landstjórn Færeyja vinnur nú að mótun þessa nýja kerfis. Útgangspunkturinn í þeirri vinnu er að farin verði markaðsleið við úthlutun veiðiheimilda. Uppboð á veiðiheimildum er ein af meginleiðunum sem eru til skoðunar í því sambandi og því ákváðu Færeyingar að gera tilraun með uppboð á litlum hluta (um 10%) veiðiheimilda í þremur stofnum nú í sumar. Það var ákaflega vel að þessari tilraun staðið. Veiðiheimildunum sem til stóð að bjóða upp var skipt niður og haldin nokkur smærri uppboð í hverri tegund yfir nokkurra vikna skeið. Mismunandi uppboðsaðferðir voru prófaðar til þess að fá reynslu á það hvort ein aðferð gengi betur en önnur.Uppboðin tókust vel Það er skemmst frá því að segja að uppboðin tókust mjög vel. Færeysk stjórnvöld fengu hátt verð fyrir veiðiheimildirnar ef verðið er borið saman við þau veiðigjöld sem íslenskar útgerðir greiða í dag. Fyrir þorskkvóta í Barentshafi fengu Færeyingar að meðaltali 3,42 danskar krónur á kíló sem gera um það bil 62 íslenskar krónur. Til samanburðar munu íslenskar útgerðir greiða rúmar 11 kr. í veiðigjald af þorskkvóta á næsta fiskveiðiári. Munurinn er því meira en fimmfaldur. Færeyingar fengu að meðaltali 3,66 danskar krónur á kíló fyrir makrílkvóta (u.þ.b. 66 íslenskar krónur). Til samanburðar verður veiðigjald á makríl á Íslandi einungis 2,78 kr. á næsta fiskveiðiári. Hér er færeyskur almenningur því að fá um 24 sinnum hærri upphæð en við Íslendingar. Í síld var meðalverðið á uppboðunum í Færeyjum 3,57 danskar krónur (u.þ.b. 64 íslenskar krónur) en veiðigjaldið á síld á Íslandi verður einungis 2,56 kr. á næsta ári. Almenningur í Færeyjum fær því um 25 sinnum meira í auðlindaarð fyrir síldarkvóta en Íslendingar. Talsmenn SFS (sem eitt sinn kallaði sig LÍÚ) hafa haldið því fram að þessi samanburður sé villandi þar sem aðstæður séu aðrar á Íslandi en í Færeyjum. Það er nokkuð til í því þegar kemur að makríl. Færeyingar geti veitt makrílinn þegar hann er í betra ástandi en við Íslendingar. Ef til vill skýrir það að hluta þennan 24-falda mun. En þessi sömu rök eiga ekki við um síldina og þar er munurinn jafn mikill. Varðandi þorskinn er líklegt að samanburðurinn við Færeyjar sé villandi í hina áttina. Færeyingar þurfa að sigla alla leið í Barentshaf til þess að sækja þann fisk á meðan íslenski þorskurinn heldur til við okkar eigin strendur. Talsmenn SFS halda því einnig fram að hér sé um jaðarverð að ræða sem endurspegli ekki verðið ef allur kvótinn væri boðinn upp. Í því sambandi er vert að minna á að flestir sem tala fyrir uppboði á veiðiheimildum á Íslandi telja einmitt skynsamlegt að kerfisbreytingin eigi sér stað hægt og bítandi yfir nokkurra ára skeið með þeim hætti að 10-20% af veiðiheimildum hverrar tegundar séu boðnar út ár hvert til fimm eða tíu ára. Það væri því hlutfallslega svipað magn á uppboði í slíku kerfi og Færeyingar buðu út nú í júlí.Hátt leiguverð á Íslandi Einnig er gagnlegt að bera verðið sem Færeyingar fengu í uppboðunum saman við leiguverð á kvóta á Íslandi. Á síðasta fiskveiðiári var meðalleiguverð á þorskkvóta tæpar 200 kr. á kíló (þegar það er umreiknað í óslægðan fisk) og um 15% af öllu aflamarki var leigt. Annar samanburður er við verð á „varanlegum veiðiheimildum“. Nú fyrir skemmstu keypti HB Grandi 1600 þorskígildistonn fyrir 3.950 milljónir króna. Það gera um 2.500 kr. á kíló. Ef við notum 8% ávöxtunarkröfu til þess að umreikna þetta verð í ársleiguverð gera það einnig um 200 kr. á kíló. Þessi samanburður sýnir að verðið sem Færeyingar fengu er mun lægra en það sem íslenskar útgerðir eru tilbúnar að greiða fyrir þorskkvóta á Íslandi. Eins og fyrr segir er líklegt að hluti af skýringunni á þessum mun sé að þorskkvóti úr íslenska þorskstofninum sé meira virði en þorskkvóti í Barentshafi. En þessi munur bendir einnig til þess að uppboð gæti leitt til þess að hið himinháa verð á kvóta sem viðgengist hefur á Íslandi myndi lækka. Það myndi bæta stöðu nýliða og minni útgerða á Íslandi. Hinn stóri vandi við veiðigjald er að skiptar skoðanir eru um það hversu hátt fullt gjald er. Útgerðin getur nýtt sér þessa óvissu til þess að halda gjaldinu í algjöru lágmarki. Stærsti kosturinn við uppboð er að gjaldið sem tekið er ræðst af boðum fyrirtækjanna sjálfra. Uppboð leiðir til þess að útgerðirnar neyðast til þess að gefa það upp hversu mikils virði veiðiheimildirnar í rauninni eru. Ráðamenn hafa oft skýlt sér á bak við það að uppboð á veiðiheimildum hafi ekki verið notuð annars staðar. En nú hafa Færeyingar sýnt okkur að þessi leið er vel fær. Ef frændur okkar Færeyingar geta þetta, af hverju ættum við ekki að geta farið þessa leið?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar