Ekkert Íslandsmet en gríðarlegar framfarir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. vísir/anton Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira
Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00