Aníta: Fegin að Íslandsmetið sé komið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 15:02 Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið í dag. Vísir/Anton Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti