Tveir íslenskir þjálfarar í undanúrslitunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2016 21:45 Strákarnir hans Guðmundar voru frábærir í seinni hálfleik gegn Slóvenum. vísir/anton Guðmundur Guðmundsson er komin með danska handboltalandsliðið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir öruggan sjö marka sigur, 37-30, á Slóveníu í kvöld. Helmingur þjálfaranna í undanúrslitunum karlamegin eru því Íslendingar en fyrr í dag komust lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu í undanúrslit eftir stórsigur á Katar, 34-22. Svo gæti farið að Guðmundur og Dagur mættust í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þjóðverjar mæta Ólympíumeisturum Frakka í undanúrslitunum en Danir leika við sigurvegarann úr leik Króatíu og Póllands sem hefst klukkan 23:30. Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var jafn en Danir leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 16-13. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign danska liðsins sem hreinlega keyrði yfir það slóvenska. Danir náðu mest níu marka forskoti en unnu að lokum sjö marka sigur, 37-30. Lasse Svan Hansen og Mikkel Hansen skoruðu átta mörk hvor fyrir Dani og Morten Olsen bætti sex mörkum við. Sóknarleikur Dana var var mjög góður en þrátt fyrir sjö marka sigur vörðu dönsku markverðirnir aðeins sjö skot í leiknum. Marko Bezjak og Blaz Janc skoruðu báðir sex mörk fyrir Slóvena sem eru úr leik. Þetta er í annað sinn sem Guðmundur kemur liði í undanúrslit á Ólympíuleikum en hann fór sem kunnugt er með íslenska liðið á úrslit á ÓL í Peking fyrir átta árum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Frakkarnir of stór biti fyrir Brassana Frakkar urðu fyrstir til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 17. ágúst 2016 14:30 Dagur: Þetta var mjög flott Dagur Sigurðsson er búinn að koma Evrópumeistaraliði Þýskalands í undaúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en Þjóðverjar unnu tólf marka sigur á Katar, 34-22, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 17. ágúst 2016 19:51 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson er komin með danska handboltalandsliðið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir öruggan sjö marka sigur, 37-30, á Slóveníu í kvöld. Helmingur þjálfaranna í undanúrslitunum karlamegin eru því Íslendingar en fyrr í dag komust lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu í undanúrslit eftir stórsigur á Katar, 34-22. Svo gæti farið að Guðmundur og Dagur mættust í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þjóðverjar mæta Ólympíumeisturum Frakka í undanúrslitunum en Danir leika við sigurvegarann úr leik Króatíu og Póllands sem hefst klukkan 23:30. Fyrri hálfleikur í leiknum í dag var jafn en Danir leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 16-13. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign danska liðsins sem hreinlega keyrði yfir það slóvenska. Danir náðu mest níu marka forskoti en unnu að lokum sjö marka sigur, 37-30. Lasse Svan Hansen og Mikkel Hansen skoruðu átta mörk hvor fyrir Dani og Morten Olsen bætti sex mörkum við. Sóknarleikur Dana var var mjög góður en þrátt fyrir sjö marka sigur vörðu dönsku markverðirnir aðeins sjö skot í leiknum. Marko Bezjak og Blaz Janc skoruðu báðir sex mörk fyrir Slóvena sem eru úr leik. Þetta er í annað sinn sem Guðmundur kemur liði í undanúrslit á Ólympíuleikum en hann fór sem kunnugt er með íslenska liðið á úrslit á ÓL í Peking fyrir átta árum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Frakkarnir of stór biti fyrir Brassana Frakkar urðu fyrstir til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 17. ágúst 2016 14:30 Dagur: Þetta var mjög flott Dagur Sigurðsson er búinn að koma Evrópumeistaraliði Þýskalands í undaúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en Þjóðverjar unnu tólf marka sigur á Katar, 34-22, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 17. ágúst 2016 19:51 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Frakkarnir of stór biti fyrir Brassana Frakkar urðu fyrstir til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 17. ágúst 2016 14:30
Dagur: Þetta var mjög flott Dagur Sigurðsson er búinn að koma Evrópumeistaraliði Þýskalands í undaúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en Þjóðverjar unnu tólf marka sigur á Katar, 34-22, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 17. ágúst 2016 19:51