Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 01:27 Þórir Hergeirsson. Vísir/AFP Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. Rússnesku stelpurnar unnu leikinn 38-37 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18-16, en staðan var jöfn 31-31 eftir venjulegan leiktíma. Rússar skoruðu sigurmarki sitt úr vítakasti en Camilla Herrem fékk dauðafæri til að tryggja Noregi aðra framlengingu en vippa hennar skoppaði framhjá markinu. Rússar fögnuðu því sigri en norsku stelpurnar voru sumar óhuggandi eftir leikinn. Norska liðið byrjaði vel en 7-1 kafli Rússa í fyrri hálfleik breytti miklu. Rússarnir voru einu til þremur mörkum yfir í kjölfarið en norsku stelpurnar náðu alltaf að halda sér inn í leiknum. Rússarnir voru alltaf á undan og það var seigla norska liðsins sem kom leiknum í framlengingu. Norska liðið byrjaði framlenginguna betur en svo féll allt aftur í sama farið og á endanum rann tíminn út hjá norska liðinu. Þórir Hergeirsson var fyrir leikinn búinn að stýra norska liðinu til sigurs í sex undanúrslitaleikjum í röð og vinna gull á síðustu tveimur stórmótum, HM 2015 og EM 2014. Nora Mörk átti enn einn stórleikinn fyrir norska liðið og skoraði 14 mörk en hún var ekki með þegar Noregur vann hin tvö gullverðlaun sín á leiknum. Rússland hefur unnið alla sjö leiki sína á leikunum undir stjórns hins litríka og reynslumikla þjálfara Yevgeni Trefilov en liðið er að spila um verðlaun á stórmóti í fyrsta skiptið í sjö ár. Noregur er handhafi allra þriggja stóru titlana en mun nú missa Ólympíutitilinn til annaðhvort Rússlands eða Frakklands sem spila um gullið á þessum Ólympíuleikum. Norsku stelpurnar spila aftur á móti um bronsverðlaunin á laugardaginn á móti Hollandi. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. Rússnesku stelpurnar unnu leikinn 38-37 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18-16, en staðan var jöfn 31-31 eftir venjulegan leiktíma. Rússar skoruðu sigurmarki sitt úr vítakasti en Camilla Herrem fékk dauðafæri til að tryggja Noregi aðra framlengingu en vippa hennar skoppaði framhjá markinu. Rússar fögnuðu því sigri en norsku stelpurnar voru sumar óhuggandi eftir leikinn. Norska liðið byrjaði vel en 7-1 kafli Rússa í fyrri hálfleik breytti miklu. Rússarnir voru einu til þremur mörkum yfir í kjölfarið en norsku stelpurnar náðu alltaf að halda sér inn í leiknum. Rússarnir voru alltaf á undan og það var seigla norska liðsins sem kom leiknum í framlengingu. Norska liðið byrjaði framlenginguna betur en svo féll allt aftur í sama farið og á endanum rann tíminn út hjá norska liðinu. Þórir Hergeirsson var fyrir leikinn búinn að stýra norska liðinu til sigurs í sex undanúrslitaleikjum í röð og vinna gull á síðustu tveimur stórmótum, HM 2015 og EM 2014. Nora Mörk átti enn einn stórleikinn fyrir norska liðið og skoraði 14 mörk en hún var ekki með þegar Noregur vann hin tvö gullverðlaun sín á leiknum. Rússland hefur unnið alla sjö leiki sína á leikunum undir stjórns hins litríka og reynslumikla þjálfara Yevgeni Trefilov en liðið er að spila um verðlaun á stórmóti í fyrsta skiptið í sjö ár. Noregur er handhafi allra þriggja stóru titlana en mun nú missa Ólympíutitilinn til annaðhvort Rússlands eða Frakklands sem spila um gullið á þessum Ólympíuleikum. Norsku stelpurnar spila aftur á móti um bronsverðlaunin á laugardaginn á móti Hollandi.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira