Innlent

Hátíðleg stund í þinghúsinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson ásamt Markúsi Sigurbjörnssyni, forseta Hæstaréttar. Að baki þeirra standa Eliza Reid, eiginkona Guðna, Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra.
Guðni Th. Jóhannesson ásamt Markúsi Sigurbjörnssyni, forseta Hæstaréttar. Að baki þeirra standa Eliza Reid, eiginkona Guðna, Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. vísir/eyþór
Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands síðar í dag. Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti forseta á miðnætti en síðan þá hafa handhafar forsetaevalds farið með valdið.

Helgistund í dómkirkjunni lauk nú rétt í þessu og gengu ný forsetahjón, handhafar forsetavalds, Hæstaréttardómarar, þingmenn auk gesta sem Guðni valdi, fylktu liði yfir í Alþingishúsið. Það styttist því í að kjörbréf Guðna verði gefið út og að hann vinni drengskaparheit að stjórnarskránni.

Mannfjöldi er samankominn á Austurvelli til að hylla ný forsetahjón. Athöfnin er látlausari nú en oft áður en það var gert að ósk nýs forseta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×