Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 11:10 Ragnheiður Elín, Ásmundur og Árni sækjast öll eftir oddvitasæti í Suðurkjördæmi. vísir „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.“ Svo ritar Óskar Steinn Jónínu Ómarsson á Twitter-síðu sína. Óskar var í upphafi júnímánaðar kjörinn ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Augljóst er af tístinu að átt er við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, og Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann flokksins.Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Með hinum dæmda þjófi er átt við Árna Johnsen. Árið 2003 var Árni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 af handhöfum forsetavalds, þeim Geir H. Haarde, Gunnlaugi Claessen og Sólveigu Pétursdóttur. Hann tók sæti á þingi á ný árið 2007 og sat til 2013. Duglausi ráðherrann hlýtur að vera Ragnheiður Elín Árnadóttir en enn sem komið er er hún eini ráðherrann sem hefur farið fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sjá einnig:Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson tilkynnti fyrir skemmstu að hann sæktist eftir fyrsta eða öðru sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Ásmundur hefur í gegnum tíðina verið umdeildur fyrir að vilja „taka umræðuna“ um málefni útlendinga og flóttafólks. Árni Johnsen var á móti staðfestri samvist samkynja para. Smekklegt hjá honum að tilkynna framboð í Pride-viku. pic.twitter.com/uXOAkmilUm— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Alþingi Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
„Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.“ Svo ritar Óskar Steinn Jónínu Ómarsson á Twitter-síðu sína. Óskar var í upphafi júnímánaðar kjörinn ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Augljóst er af tístinu að átt er við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, og Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann flokksins.Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Með hinum dæmda þjófi er átt við Árna Johnsen. Árið 2003 var Árni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 af handhöfum forsetavalds, þeim Geir H. Haarde, Gunnlaugi Claessen og Sólveigu Pétursdóttur. Hann tók sæti á þingi á ný árið 2007 og sat til 2013. Duglausi ráðherrann hlýtur að vera Ragnheiður Elín Árnadóttir en enn sem komið er er hún eini ráðherrann sem hefur farið fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sjá einnig:Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson tilkynnti fyrir skemmstu að hann sæktist eftir fyrsta eða öðru sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Ásmundur hefur í gegnum tíðina verið umdeildur fyrir að vilja „taka umræðuna“ um málefni útlendinga og flóttafólks. Árni Johnsen var á móti staðfestri samvist samkynja para. Smekklegt hjá honum að tilkynna framboð í Pride-viku. pic.twitter.com/uXOAkmilUm— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016
Alþingi Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23