Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 11:10 Ragnheiður Elín, Ásmundur og Árni sækjast öll eftir oddvitasæti í Suðurkjördæmi. vísir „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.“ Svo ritar Óskar Steinn Jónínu Ómarsson á Twitter-síðu sína. Óskar var í upphafi júnímánaðar kjörinn ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Augljóst er af tístinu að átt er við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, og Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann flokksins.Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Með hinum dæmda þjófi er átt við Árna Johnsen. Árið 2003 var Árni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 af handhöfum forsetavalds, þeim Geir H. Haarde, Gunnlaugi Claessen og Sólveigu Pétursdóttur. Hann tók sæti á þingi á ný árið 2007 og sat til 2013. Duglausi ráðherrann hlýtur að vera Ragnheiður Elín Árnadóttir en enn sem komið er er hún eini ráðherrann sem hefur farið fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sjá einnig:Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson tilkynnti fyrir skemmstu að hann sæktist eftir fyrsta eða öðru sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Ásmundur hefur í gegnum tíðina verið umdeildur fyrir að vilja „taka umræðuna“ um málefni útlendinga og flóttafólks. Árni Johnsen var á móti staðfestri samvist samkynja para. Smekklegt hjá honum að tilkynna framboð í Pride-viku. pic.twitter.com/uXOAkmilUm— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Alþingi Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.“ Svo ritar Óskar Steinn Jónínu Ómarsson á Twitter-síðu sína. Óskar var í upphafi júnímánaðar kjörinn ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Augljóst er af tístinu að átt er við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, og Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann flokksins.Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016 Með hinum dæmda þjófi er átt við Árna Johnsen. Árið 2003 var Árni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 af handhöfum forsetavalds, þeim Geir H. Haarde, Gunnlaugi Claessen og Sólveigu Pétursdóttur. Hann tók sæti á þingi á ný árið 2007 og sat til 2013. Duglausi ráðherrann hlýtur að vera Ragnheiður Elín Árnadóttir en enn sem komið er er hún eini ráðherrann sem hefur farið fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sjá einnig:Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson tilkynnti fyrir skemmstu að hann sæktist eftir fyrsta eða öðru sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Ásmundur hefur í gegnum tíðina verið umdeildur fyrir að vilja „taka umræðuna“ um málefni útlendinga og flóttafólks. Árni Johnsen var á móti staðfestri samvist samkynja para. Smekklegt hjá honum að tilkynna framboð í Pride-viku. pic.twitter.com/uXOAkmilUm— Óskar Steinn (@oskasteinn) August 4, 2016
Alþingi Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Ásmundur mátar sig við 1. sæti í Suður-kjördæmi Ásmundur Friðriksson sér tækifæri eftir niðurstöðu nýrrar könnunar. 28. júlí 2016 13:23