Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 09:45 Frá æfingu fyrir setningarathöfnina sem fer fram í kvöld. Vísir/Getty Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira