Betra að vera með báða olnbogana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2016 08:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk stinga sér báðar til sunds á morgun. vísir/anton Þær voru fyrstu íslensku sundkonurnar til að synda sig inn í úrslit á stórmóti, þær fyrstu sem komust í úrslit í fleiri en einni grein á stórmóti og síðast en ekki síst fyrstu íslensku sundkonurnar sem unnu til verðlauna á stórmótum. Undanfarnir tólf mánuðir hafa komið íslensku sundi þangað sem það hefur aldrei verið áður. Við höfum aldrei átt eina sundkonu svo framarlega á stórmótum og hvað þá tvær á sama tíma. Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur og Eyglóar Óskar Gústafsdóttur hafa komið íslenska sundinu á alþjóðlega kortið. Nú mæta tvær íslenskar sundkonur til leiks á Ólympíuleikunum í Ríó með það markmið að synda sig inn í undanúrslit og úrslit. Fram til þessa hafa 24 sundkonur keppt fyrir Ísland á Ólympíuleikum og engri þeirra hefur tekist að komast í gegnum undanrásir.Geta bætt sig í báðum greinum Bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk synda í sinni fyrstu grein á morgun en þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera ekki þeirra besta grein að mati sérfræðinga. „200 metra baksundið hefur alltaf verið aðalgreinin mín en það gæti vel farið svo að ég myndi bæta mig í 100 en ekki í 200,“ segir Eygló. Hrafnhildur er sjálf ekkert síður hrifin af svokallaðri slakari grein sinni. „Þetta eru tvö mismundandi sund og það eru margir sem synda kannski bara 100 eða bara 200. Bara það að ég geti synt hvort tveggja er mjög gott,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur og Eygló kepptu báðar líka fyrir fjórum árum en þá var Eygló mjög ung og Hrafnhildur meidd. „Ég er með báða olnbogana núna sem er miklu betra,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég náði að njóta þess og hafa gaman af. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið,“ segir Hrafnhildur. Eygló talar á svipuðum nótum.Hrafnhildur og Eygló Ósk eru reynslunni ríkari frá síðustu Ólympíuleikum.vísir/antonVar með of stórar væntingar „Ég er miklu reyndari núna og get betur núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort ég get sagt að ég sé orðin vön, því að ég held að maður verði aldrei vanur einhverju svona stóru,“ segir Eygló. Hún komst í úrslit á EM í London en Hrafnhildur vann þar þrenn verðlaun. „Ég lærði af því sem ég gerði á Evrópumótinu. Það er ekkert slæmt að enda í sjötta sæti. Ég hefði hins vegar viljað meira og það er það sem situr alltaf í huganum. Ef þig langar í meira og getur meira þá ertu aldrei alveg hundrað prósent sátt,“ segir Eygló. Nokkrum mánuðum fyrr hafði hún unnið tvenn bronsverðlaun á EM. „Ég var komin með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress,“ segir Eygló.Get keppt við þær bestu Hrafnhildur sló hins vegar í gegn með því að vinna tvö silfur og eitt brons á EM í maí. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá get ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrra og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður en maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka,“ segir Hrafnhildur. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur og ég vona að ég nái að bæta mig,“ segir Eygló. Hrafnhildur og Eygló hafa báðar tækifæri til að komast langt enda komnar í hóp þeirra bestu með framgöngu sinni á síðustu stórmótum. „Markmiðið er alltaf að stefna á toppinn, gera eins vel og ég get og komast eins langt og ég get. Fyrst er bara að komast í undanúrslit og synda eins vel og ég get þar og reyna að komast í úrslit. Um leið og maður fær braut í úrslitum þá getur allt gerst. Ég hef séð fólk á fyrstu og áttundu braut komast á pall. Það getur því allt gerst,“ segir Hrafnhildur. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Sjá meira
Þær voru fyrstu íslensku sundkonurnar til að synda sig inn í úrslit á stórmóti, þær fyrstu sem komust í úrslit í fleiri en einni grein á stórmóti og síðast en ekki síst fyrstu íslensku sundkonurnar sem unnu til verðlauna á stórmótum. Undanfarnir tólf mánuðir hafa komið íslensku sundi þangað sem það hefur aldrei verið áður. Við höfum aldrei átt eina sundkonu svo framarlega á stórmótum og hvað þá tvær á sama tíma. Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur og Eyglóar Óskar Gústafsdóttur hafa komið íslenska sundinu á alþjóðlega kortið. Nú mæta tvær íslenskar sundkonur til leiks á Ólympíuleikunum í Ríó með það markmið að synda sig inn í undanúrslit og úrslit. Fram til þessa hafa 24 sundkonur keppt fyrir Ísland á Ólympíuleikum og engri þeirra hefur tekist að komast í gegnum undanrásir.Geta bætt sig í báðum greinum Bæði Hrafnhildur og Eygló Ósk synda í sinni fyrstu grein á morgun en þessar greinar eiga það sameiginlegt að vera ekki þeirra besta grein að mati sérfræðinga. „200 metra baksundið hefur alltaf verið aðalgreinin mín en það gæti vel farið svo að ég myndi bæta mig í 100 en ekki í 200,“ segir Eygló. Hrafnhildur er sjálf ekkert síður hrifin af svokallaðri slakari grein sinni. „Þetta eru tvö mismundandi sund og það eru margir sem synda kannski bara 100 eða bara 200. Bara það að ég geti synt hvort tveggja er mjög gott,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur og Eygló kepptu báðar líka fyrir fjórum árum en þá var Eygló mjög ung og Hrafnhildur meidd. „Ég er með báða olnbogana núna sem er miklu betra,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég náði að njóta þess og hafa gaman af. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið,“ segir Hrafnhildur. Eygló talar á svipuðum nótum.Hrafnhildur og Eygló Ósk eru reynslunni ríkari frá síðustu Ólympíuleikum.vísir/antonVar með of stórar væntingar „Ég er miklu reyndari núna og get betur núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort ég get sagt að ég sé orðin vön, því að ég held að maður verði aldrei vanur einhverju svona stóru,“ segir Eygló. Hún komst í úrslit á EM í London en Hrafnhildur vann þar þrenn verðlaun. „Ég lærði af því sem ég gerði á Evrópumótinu. Það er ekkert slæmt að enda í sjötta sæti. Ég hefði hins vegar viljað meira og það er það sem situr alltaf í huganum. Ef þig langar í meira og getur meira þá ertu aldrei alveg hundrað prósent sátt,“ segir Eygló. Nokkrum mánuðum fyrr hafði hún unnið tvenn bronsverðlaun á EM. „Ég var komin með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress,“ segir Eygló.Get keppt við þær bestu Hrafnhildur sló hins vegar í gegn með því að vinna tvö silfur og eitt brons á EM í maí. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá get ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrra og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður en maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka,“ segir Hrafnhildur. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur og ég vona að ég nái að bæta mig,“ segir Eygló. Hrafnhildur og Eygló hafa báðar tækifæri til að komast langt enda komnar í hóp þeirra bestu með framgöngu sinni á síðustu stórmótum. „Markmiðið er alltaf að stefna á toppinn, gera eins vel og ég get og komast eins langt og ég get. Fyrst er bara að komast í undanúrslit og synda eins vel og ég get þar og reyna að komast í úrslit. Um leið og maður fær braut í úrslitum þá getur allt gerst. Ég hef séð fólk á fyrstu og áttundu braut komast á pall. Það getur því allt gerst,“ segir Hrafnhildur.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Sjá meira