Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 09:00 Eygló með hinum verðlaunahöfunum í 100 m baksundi í desember. Vísir/AFP Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti