Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 11:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. „Við erum búin að æfa vel og laugin er rosalega fín. Ég er því spennt að byrja," segir Hrafnhildur sem mætir nú fullfrísk til leiks en hún braut bein í olnboga í aðdraganda leikanna í London fyrir fjórum. „Þetta var svolítið leiðinlegt en maður getur ekkert gert í því. Þegar ég horfi til baka þá vil ég samt horfa á þetta sem góðan hlut. Ég var ekkert stressuð því hugsaði: Ég er með brotinn olnboga og það eina sem ég get gert er að reyna eins vel og ég get," segir Hrafnhildur. „Ég náði að njóta þess og hafa gaman. Ég var ekkert stressuð en fékk að sjá allt og upplifa allt. Núna er ég ekkert stressuð og þetta er ekkert of stórt eða framandi eins og þetta var í fyrsta skiptið. Ég er rólegri og reyni að líta á þetta eins og hvert annað mót," segir Hrafnhildur. „Hausinn á mér er miklu betri núna og ég er kominn ofar en þá. Það eru meiri líkur á því að ég komist eitthvað áfram því ég er ekki bara að synda einu sinni og svo búið. Núna stefni ég á meira og það er alltaf gaman af því," segir Hrafnhildur. Hún vann tvö silfur og eitt brons á síðasta EM og stimplaði sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heimsins. „Það er hægt að líta á það að góður árangur á EM komi með meiri pressu en það er líka hægt að líta á það mót sem góðan undirbúning og gott pepp áður maður kom hingað. Núna veit ég að ég get staðið mig vel á stórmóti og þá get ég alveg eins gert það hér líka," segir Hrafnhildur. „Evrópumótið gaf mér gott sjálfstraust því ég veit að ég er með þeim bestu í Evrópu og þá geta ég alveg eins verið meðal þeirra bestu í heiminum. Ég komst líka í úrslit á HM í fyrr og er greinilega búin að sýna það að ég get alveg verið með þeim bestu. Alveg eins að reyna það hér líka," segir Hrafnhildur. Það fylgir því þó alltaf stress og spenna að keppa á svona risastóru sviði. „Maður verður alltaf að vera með fiðrildi og smá stress því það kemur adrennalíninu í gang og þá getur maður synt hraðar. Ef maður er alveg pollrólegur þá færi maður að vera stressaður yfir því að vera ekki stressaður," segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í sjötta og síðasta riðlinum í 200 metra bringusundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 14.06 eða klukkan 17.06 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira