Hrafnhildur í úrslit á ÓL: Ég er mjög ánægð en finnst ég eiga meira inni Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 8. ágúst 2016 02:15 Hrafnhildur Lúthersdóttir fagnar sætinu í úrslitasundinu á morgun. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir var líka kát eftir sundið en hún hækkaði sig um tvö sæti frá því í sundinu í undanrásunum fyrr í dag. „Það hefur enginn kona náð þessu en það var náttúrulega Öddi sem náði þessu á sínum tíma. Þetta er mjög frábært. Það var líka gott að vera í sjöunda sætinu þannig að ég var ekki að rétt sleppa inn heldur var aðeins ofar," sagði Hrafnhildur. Örn Arnarson var fyrir kvöldið í kvöld eini Íslendingurinn sem hafði tryggt sig inn í úrslitasund á Ólympíuleikum en það gerði hann á ÓL í Sydney 2000. Þau eru bæði úr SH í Hafnarfirði. Hrafnhildur talaði um að hafa verið mjög stressuð í undanrásunum en hún var í miklu betra jafnvægi í undanúrslitasundinu og það sást. „Ég er samt ennþá þarna niðri og það er því enginn önnur leið fyrir mig en að komast ofar. Ég útfærði þetta sund aðeins betur en ég gerði í dag. Mér leið líka miklu betur og var ekki eins stressuð," sagði Hrafnhildur. „Ég er mjög ánægð með þetta en mér finnst ég líka eiga meira inni. Ég á hraðara sund því Íslandsmetið er hraðar. Ég vona að ég geti farið nær því í úrslitunum á morgun og tekið þá af þessu hálfa sekúndu í viðbót. Takist það þá ætti ég að geta verið með þeim þarna held ég," sagði Hrafnhildur. Hún segist hafa fengið góð ráð frá þjálfurum og að hún hafi nýtt sér það í undanúrslitasundinu. „Þeir sögðu að tökin mín hafi verið alltaf hröð á fyrstu 50 metrunum og ég var að reyna að draga úr þeim á fyrstu 50 en svo átti ég að halda í við þær í snúningnum af því að ég er alltaf svo léleg í snúningnum," sagði Hrafnhildur. „Það er alltaf gott að fá svona athugasemdir frá þjálfurum og vera líka með svona marga þjálfara hér sem geta séð þetta frá öðrum sjónarhornum," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir var líka kát eftir sundið en hún hækkaði sig um tvö sæti frá því í sundinu í undanrásunum fyrr í dag. „Það hefur enginn kona náð þessu en það var náttúrulega Öddi sem náði þessu á sínum tíma. Þetta er mjög frábært. Það var líka gott að vera í sjöunda sætinu þannig að ég var ekki að rétt sleppa inn heldur var aðeins ofar," sagði Hrafnhildur. Örn Arnarson var fyrir kvöldið í kvöld eini Íslendingurinn sem hafði tryggt sig inn í úrslitasund á Ólympíuleikum en það gerði hann á ÓL í Sydney 2000. Þau eru bæði úr SH í Hafnarfirði. Hrafnhildur talaði um að hafa verið mjög stressuð í undanrásunum en hún var í miklu betra jafnvægi í undanúrslitasundinu og það sást. „Ég er samt ennþá þarna niðri og það er því enginn önnur leið fyrir mig en að komast ofar. Ég útfærði þetta sund aðeins betur en ég gerði í dag. Mér leið líka miklu betur og var ekki eins stressuð," sagði Hrafnhildur. „Ég er mjög ánægð með þetta en mér finnst ég líka eiga meira inni. Ég á hraðara sund því Íslandsmetið er hraðar. Ég vona að ég geti farið nær því í úrslitunum á morgun og tekið þá af þessu hálfa sekúndu í viðbót. Takist það þá ætti ég að geta verið með þeim þarna held ég," sagði Hrafnhildur. Hún segist hafa fengið góð ráð frá þjálfurum og að hún hafi nýtt sér það í undanúrslitasundinu. „Þeir sögðu að tökin mín hafi verið alltaf hröð á fyrstu 50 metrunum og ég var að reyna að draga úr þeim á fyrstu 50 en svo átti ég að halda í við þær í snúningnum af því að ég er alltaf svo léleg í snúningnum," sagði Hrafnhildur. „Það er alltaf gott að fá svona athugasemdir frá þjálfurum og vera líka með svona marga þjálfara hér sem geta séð þetta frá öðrum sjónarhornum," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira
Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53
Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38
Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44
Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00
Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30