Uppbyggingu siglt í strand Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Ekki er vitað hversu mikið nýfallnir dómar tefja fyrirhugaðar línulagnir Landsnets. vísir/vilhelm Stórar framkvæmdir við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi eru margar hverjar í biðstöðu eða komnar aftur á byrjunarreit. Á sama tíma er flutningur á raforku um landið langt frá því að vera ásættanlegur í landi þar sem gnægð raforku er að finna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets Fjórar mikilvægar línulagnir í flutningskerfinu eru nú í mikilli óvissu. Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi, er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stóriðju í Helguvík. Hún er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug með það að markmiði að byggja upp raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti að fara í eignarnám á jörðum sem svo var dæmt ógilt í maí síðastliðnum. Sama máli gegnir um Kröflulínu 4 í Mývatnssveit. Þar þarf að nást samkomulag við landeigendur eða krefjast eignarnáms á jörðum. Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu í Vogum var síðan afturkallað vegna ágalla í undirbúningi framkvæmdar og umhverfisráðuneytið stöðvaði Blöndulínu þrjú vegna ágalla í umhverfismati. Allt eru þetta línulagnir sem skipta miklu máli í flutningskerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki hægt að meta hversu miklar tafir verði á þessum framkvæmdum. „Dómarnir hafa komið okkur á óvart og við teljum að það þurfi að skoða lagaumhverfið með tilliti til skilvirkni og gagnsæis. Þetta er í takt við forgangsmál ríkisstjórnarinnar um að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni hennar,“ segir Steinunn. „Umhverfið í þessum málum er orðið mjög flókið og undirbúningur verkefnanna tekur mjög langan tíma. Á þessum langa tíma geta forsendur verkefna breyst og lagaumhverfið líka sem gerir undirbúninginn enn flóknari. Staðan er þannig að smæstu atriði geta haft mikil áhrif og oft lagatæknileg mál frekar en efnislegar niðurstöður.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, félags sem stendur vörð um íslenska náttúru og hefur náttúruvernd að leiðarljósi, segir vanda Landsnets heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta einfalt. Landsnet hefur þverskallast við að skoða möguleika á jarðstrengjum í línulögnum sínum og ekki viljað vinna nægilega með landeigendum og hagsmunaaðilum að málum. Þannig eru flest stóru málin strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi og segir stóriðju vera aðaldrifkraft þess að bæta þurfi raforkuflutningskerfið í landinu. „Við sjáum það að ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið. Hún er ástæða þess að verið er að fara í allar þessar framkvæmdir.“ Steinunn segir núverandi kerfi óviðunandi og að uppbygging sé nauðsynleg til að standa við Parísarsamkomulagið. „Landsnet hefur í mörg ár bent á að uppbygging á flutningskerfi raforku sé orðin mjög brýn og meðal annars að byggðalínan sé komin að þolmörkum. Í dag tapast mikil orka úr kerfinu og takmörkuð flutningsgeta leiðir til talsverðrar olíunotkunar,“ segir Steinunn. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Stórar framkvæmdir við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi eru margar hverjar í biðstöðu eða komnar aftur á byrjunarreit. Á sama tíma er flutningur á raforku um landið langt frá því að vera ásættanlegur í landi þar sem gnægð raforku er að finna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets Fjórar mikilvægar línulagnir í flutningskerfinu eru nú í mikilli óvissu. Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi, er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stóriðju í Helguvík. Hún er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug með það að markmiði að byggja upp raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti að fara í eignarnám á jörðum sem svo var dæmt ógilt í maí síðastliðnum. Sama máli gegnir um Kröflulínu 4 í Mývatnssveit. Þar þarf að nást samkomulag við landeigendur eða krefjast eignarnáms á jörðum. Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu í Vogum var síðan afturkallað vegna ágalla í undirbúningi framkvæmdar og umhverfisráðuneytið stöðvaði Blöndulínu þrjú vegna ágalla í umhverfismati. Allt eru þetta línulagnir sem skipta miklu máli í flutningskerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki hægt að meta hversu miklar tafir verði á þessum framkvæmdum. „Dómarnir hafa komið okkur á óvart og við teljum að það þurfi að skoða lagaumhverfið með tilliti til skilvirkni og gagnsæis. Þetta er í takt við forgangsmál ríkisstjórnarinnar um að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni hennar,“ segir Steinunn. „Umhverfið í þessum málum er orðið mjög flókið og undirbúningur verkefnanna tekur mjög langan tíma. Á þessum langa tíma geta forsendur verkefna breyst og lagaumhverfið líka sem gerir undirbúninginn enn flóknari. Staðan er þannig að smæstu atriði geta haft mikil áhrif og oft lagatæknileg mál frekar en efnislegar niðurstöður.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, félags sem stendur vörð um íslenska náttúru og hefur náttúruvernd að leiðarljósi, segir vanda Landsnets heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta einfalt. Landsnet hefur þverskallast við að skoða möguleika á jarðstrengjum í línulögnum sínum og ekki viljað vinna nægilega með landeigendum og hagsmunaaðilum að málum. Þannig eru flest stóru málin strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi og segir stóriðju vera aðaldrifkraft þess að bæta þurfi raforkuflutningskerfið í landinu. „Við sjáum það að ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið. Hún er ástæða þess að verið er að fara í allar þessar framkvæmdir.“ Steinunn segir núverandi kerfi óviðunandi og að uppbygging sé nauðsynleg til að standa við Parísarsamkomulagið. „Landsnet hefur í mörg ár bent á að uppbygging á flutningskerfi raforku sé orðin mjög brýn og meðal annars að byggðalínan sé komin að þolmörkum. Í dag tapast mikil orka úr kerfinu og takmörkuð flutningsgeta leiðir til talsverðrar olíunotkunar,“ segir Steinunn. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00