Innlent

Sérnám í lyflækningum hér fær vottun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á vef LSH kemur fram að greinum sem læknar geta nú orðið fullnuma í hér á landi fjölgi.
Á vef LSH kemur fram að greinum sem læknar geta nú orðið fullnuma í hér á landi fjölgi. vísir/vilhelm
Nýlega vottaði Konunglega breska lyflæknafélagið (Royal College of Physicians, RCP) sérnám í lyflækningum á Íslandi en þar er um gríðarlega mikilvægt skref að ræða á leið að öflugri Landspítala. Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Einn af takmarkandi þáttum íslenskrar heilbrigðisþjónustu er að erfitt hafi verið að bjóða upp á fullt sérnám í lækningum hér á landi, meðal annars vegna fámennis. Boðið hefur verið upp á fullt sérnám í heimilislækningum og geðlækningum hérlendis en forsvarsmenn þeirra greina hafa hins vegar mælt með því að námslæknar tækju hluta af sérnámi sínu erlendis.

Í ýmsum sérgreinum lækninga á Landspítala er keppst við að uppfylla markmið nýrrar reglugerðar, til að geta boðið upp á formlegt sérnám. Við uppbyggingu lyflækninga, eftir að hrun greinarinnar blasti við fyrir tæpum þremur árum, ákváðu ráðuneyti heilbrigðismála og Landspítali að við endurreisn lyflækninga yrði framhaldsnámið sett í forgang. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×