Anton Sveinn: Fann ekki kraftinn til að keyra á þetta í lokin Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 9. ágúst 2016 17:44 Anton Sveinn McKee eftir sundið. Vísir/Anton Anton Sveinn McKee var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í kvöld. Anton Sveinn McKee var rúmri sekúndu frá Íslandsmeti sínu en það hefði skilað honum fjórtánda sæti í undanrásunum. Anton Sveinn endaði hinsvegar í átjánda sætinu og er úr leik. „Þetta var tæpt en svona er þetta oft," sagði Anton Sveinn McKee strax eftir sundið. Hann varð í áttunda sætinu fyrstu 150 metrana en hækkaði sig um tvö sæti á síðustu 50 metrunum. „Ég ætlaði að koma með þá taktík að synda rólega út. Ég er sterkari á seinni partinu og ætlaði að keyra vel á hann. Það small ekki alveg hjá mér á seinustu 50 metrunum," sagði Anton Sveinn. „Ég ætlaði þá að keyra á þetta en fann ekki alveg kraftinn í það," sagði Anton. Hann er þekktur fyrir að eiga góða endaspretti þegar hann siglir eins og eimreið í markið en hann náði henni ekki í gang í kvöld. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi," sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum," sagði Anton. „Ég kemst að því hvað það var og laga það fyrir næsta tímabil," sagði Anton en hann hefur nú lokið keppni á þessum Ólympíuleikum. Rússinn ungi Anton Chupkov náði besta tímanum en hann synti á 2:07.93 mínútum eða 3.46 sekúndum hraðar en Anton Sveinn. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Anton Sveinn McKee var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í kvöld. Anton Sveinn McKee var rúmri sekúndu frá Íslandsmeti sínu en það hefði skilað honum fjórtánda sæti í undanrásunum. Anton Sveinn endaði hinsvegar í átjánda sætinu og er úr leik. „Þetta var tæpt en svona er þetta oft," sagði Anton Sveinn McKee strax eftir sundið. Hann varð í áttunda sætinu fyrstu 150 metrana en hækkaði sig um tvö sæti á síðustu 50 metrunum. „Ég ætlaði að koma með þá taktík að synda rólega út. Ég er sterkari á seinni partinu og ætlaði að keyra vel á hann. Það small ekki alveg hjá mér á seinustu 50 metrunum," sagði Anton Sveinn. „Ég ætlaði þá að keyra á þetta en fann ekki alveg kraftinn í það," sagði Anton. Hann er þekktur fyrir að eiga góða endaspretti þegar hann siglir eins og eimreið í markið en hann náði henni ekki í gang í kvöld. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi," sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum," sagði Anton. „Ég kemst að því hvað það var og laga það fyrir næsta tímabil," sagði Anton en hann hefur nú lokið keppni á þessum Ólympíuleikum. Rússinn ungi Anton Chupkov náði besta tímanum en hann synti á 2:07.93 mínútum eða 3.46 sekúndum hraðar en Anton Sveinn.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira