Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2016 17:32 Hér sést Pétur í hlutverki dómara á Mýrarboltanum árið 2012. mynd/mýrarboltinn og vísir/vilhelm „Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við Vísi. Pétur var að keppa á Evrópumótinu í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði líkt og vant er um þessa helgi. Til stóð að Pétur myndi vera með lóðsa gesti Gönguhátíðar á Súðavík um bæinn nú klukkan fimm en sökum meiðsla hans verður það ekki hægt. Oddviti hreppsins, Anna Lind Ragnarsdóttir, stökk því inn á í hans stað og gengur með fólk um bæinn. „Við erum svo vel mönnuð hér í bæ og hún er mikill göngugarpur svo þetta kom ekki að sök.“ Pétur var á árum áður knattspyrnumaður og lék um skeið með Fjölni, Val, Víkingi Reykjavík og BÍ/Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ skoraði hann á ferli sínum áttatíu mörk í 202 leikjum í deild og bikar. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist og eflaust ekki það síðasta. „Þetta er nú ekki svo slæmt að þetta hafi mikil áhrif. Ég fékk aðhlynningu hérna á Súðavík og verð góður eftir viku,“ segir hann. Aðspurður segir hann að stígvélin séu líklega farin upp á hillu. „Við í FC Kareoki urðum Evrópumeistarar á árum áður og núna er kominn tími á að hleypa öðrum að. Við erum nokkuð hógvært lið.“ Það er reyndar rétt að minnast á það að liðið er ekki hógværara en svo að það er komið í sjálfan úrslitaleik Mýrarboltans sem hefst núna klukkan 17.40. Gönguhátíðin á Súðavík heldur áfram þrátt fyrir meiðsli sveitarstjórans líkt og ekkert hafi í skorist. Í kvöld verður kveikt í brennu í sundlauginni og í samkomuhúsinu verður boðið upp á hið árlega Gönguskóaball. Íbúafjöldi Súðavíkur eykst um rúmlega helming á meðan hátíðin stendur yfir. Í fyrramálið er svo boðið upp á hafragraut með lifrarpylsu. Boðið verður upp á fjölda gangna á morgun og hinn. Nánari dagskrá má nálgast með því að smella hér. Mýrarboltinn Tengdar fréttir Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Drullug upp að eyrum Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag. 2. ágúst 2015 19:09 Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við Vísi. Pétur var að keppa á Evrópumótinu í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði líkt og vant er um þessa helgi. Til stóð að Pétur myndi vera með lóðsa gesti Gönguhátíðar á Súðavík um bæinn nú klukkan fimm en sökum meiðsla hans verður það ekki hægt. Oddviti hreppsins, Anna Lind Ragnarsdóttir, stökk því inn á í hans stað og gengur með fólk um bæinn. „Við erum svo vel mönnuð hér í bæ og hún er mikill göngugarpur svo þetta kom ekki að sök.“ Pétur var á árum áður knattspyrnumaður og lék um skeið með Fjölni, Val, Víkingi Reykjavík og BÍ/Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ skoraði hann á ferli sínum áttatíu mörk í 202 leikjum í deild og bikar. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist og eflaust ekki það síðasta. „Þetta er nú ekki svo slæmt að þetta hafi mikil áhrif. Ég fékk aðhlynningu hérna á Súðavík og verð góður eftir viku,“ segir hann. Aðspurður segir hann að stígvélin séu líklega farin upp á hillu. „Við í FC Kareoki urðum Evrópumeistarar á árum áður og núna er kominn tími á að hleypa öðrum að. Við erum nokkuð hógvært lið.“ Það er reyndar rétt að minnast á það að liðið er ekki hógværara en svo að það er komið í sjálfan úrslitaleik Mýrarboltans sem hefst núna klukkan 17.40. Gönguhátíðin á Súðavík heldur áfram þrátt fyrir meiðsli sveitarstjórans líkt og ekkert hafi í skorist. Í kvöld verður kveikt í brennu í sundlauginni og í samkomuhúsinu verður boðið upp á hið árlega Gönguskóaball. Íbúafjöldi Súðavíkur eykst um rúmlega helming á meðan hátíðin stendur yfir. Í fyrramálið er svo boðið upp á hafragraut með lifrarpylsu. Boðið verður upp á fjölda gangna á morgun og hinn. Nánari dagskrá má nálgast með því að smella hér.
Mýrarboltinn Tengdar fréttir Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Drullug upp að eyrum Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag. 2. ágúst 2015 19:09 Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00
Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00
Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30