Evran ekki verið ódýrari síðan 2008 Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2016 08:45 Stór hluti utanríkisviðskipta Íslendinga er við ríki sem nota evru sem gjaldmiðil. NordicPhotos/Getty Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn. Brexit Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn.
Brexit Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira