Fótbolti

Celtic-menn björguðu andliti sínu og stjórans Brendan Rodgers í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Roberts fagnar þriðja marki Celtic í kvöld.
Patrick Roberts fagnar þriðja marki Celtic í kvöld. Vísir/Getty
Celtic er komið áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Gíbraltar-liðinu Lincoln Red Imps í kvöld.

Lincoln Red Imps hafði komið öllum á óvart með að vinna fyrri leikinn á Gíbraltar 1-0 en það var fyrsti keppnisleikur Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóra Celtic.

Brendan Rodgers, sem var rekinn frá Liverpool í fyrravetur, byrjaði því ekki vel með nýja liðið sitt en hans menn voru fljótir að leiðrétta hlutina í leiknum í kvöld.

Öll þrjú mörk Celtic-liðsins komu á sex mínútna kafla í fyrri hálfleiknum. Mikael Lustig, Leigh Griffiths og Patrick Roberts skoruðu mörkin. Þau komu á 23., 26. og 29. mínútu.

Celtic fékk fleiri færi til að bæta við mörkum, sérstaklega Leigh Griffiths, en sigurinn og sætið í næstu umferð var aldrei í hættu.

Celtic mætir Astana frá Kasakstan í næstu umferð og Skotarnir geta því farið að undirbúa sig undir mjög langt ferðalag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×