Langtíma veðurspáin nær nú til verslunarmannahelgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 13:00 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar. Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar.
Veður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira