Langtíma veðurspáin nær nú til verslunarmannahelgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 13:00 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar. Veður Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar.
Veður Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira