Langtíma veðurspáin nær nú til verslunarmannahelgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 13:00 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar. Veður Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar.
Veður Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent