Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Valur 2-2 | Fjölnismenn jöfnuðu í lokin Smári Jökull Jónsson í Grafarvogi skrifar 24. júlí 2016 21:45 Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson í leiknum í kvöld. Vísir/Hanna Valsmenn voru afar nálægt því að ná í sinn fyrsta útisigur í Pepsi-deildinni þegar þeir heimsóttu Fjölnismenn í Grafarvoginn.Hanna Andrésdóttir var á vellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur og strax á 6.mínútu kom Gunnar Már Guðmundsson þeim yfir eftir góða sendingu frá Martin Lund Pedersen. Valsmenn náðu að jafna fyrir hlé þegar Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði gott mark. 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleik skoraði svo Kristinn Ingi Halldórsson mark sem virtist ætla að verða sigurmark leiksins. Birnir Snær Ingason var hins vegar á öðru máli og jafnaði á 89.mínútu með glæsilegu marki. 2-2 lokastaðan.Af hverju varð jafntefli?Leikurinn var nokkuð jafn, þó Valsmenn hafi haft yfirhöndina lengst af. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mjög vel og voru komnir yfir eftir sex mínútur. Upp úr miðjum fyrri hálfleik fór hins vegar að draga af heimamönnum og Valsmenn komust í gang. Þeir jöfnuðu fyrir hlé, skoruðu svo aftur í upphafi seinni hálfleiks og komust sanngjarnt yfir. En þá er eins og Valsmenn hafi farið að hugsa um að þeir gætu verið að landa fyrsta útisigrinum í Pepsi-deildinni þetta sumarið. Þeir duttu langt til baka og fóru að verja forskotið. Fjölnismenn gengu á lagið og settu oft harða pressu að marki gestanna. Pressan bar árangur, þó ekki fyrr en á 90.mínútu. Jafntefli eru nokkuð sanngjörn úrslit úr þessum leik, þó svo að Valsmenn hafi eflaust gengið svekktari af velli.Þessir stóðu upp úr?Kristinn Freyr Sigurðsson átti góðan leik í liði Vals og var oft maðurinn á bakvið sóknir gestanna. Hann skoraði fyrra markið þegar hann vippaði glæsilega yfir Þórð Ingason í markinu, listavel afgreitt. Rasmus Christiansen átti einnig ágætan leik í vörn Vals og þá var Kristinn Ingi Halldórsson ógnandi þó svo að hann hafi ansi oft fallið í rangstöðugildru heimamanna. Hjá Fjölni átti Birnir Snær Ingason mjög góða innkomu. Hann var sífellt ógnandi þær 15 mínútur sem hann spilaði og skoraði markið sem tryggði heimamönnum stig. Igor Jugovic átti ágætan leik á miðjunni og Viðar Ari stóð fyrir sínu í hægri bakverðinum.Hvað gekk illa?Hans Viktor Guðmundsson og Tobias Salquist byrjuðu leikinn vel í miðri vörn Fjölnismanna en svo fór aðeins að halla undan fæti. Bæði mörk Vals komu eftir sendingar í gegnum vörn Fjölnis og virðist sem heimamenn hafi saknað Daniel Ivanovski sem var ekki með í dag. Framherjum Vals gekk afar illa að leika á rangstöðugildru heimamanna og þá sérstaklega Kristni Inga Halldórssyni í fyrri hálfleik. Það er spurning hvort Ólafur Jóhannesson hafi eitthvað farið yfir hlutina með honum í hálfleik því hann skoraði í upphafi síðari hálfleiks eftir góða stungusendingu. Valsmönnum virtust verða stressaðir þegar þeir komust yfir því þeir lögðust strax til baka og reyndu að halda forystunni í stað þess að halda áfram að sækja á heimamenn. Það reyndist dýrkeypt var Ólafur þjálfari þeirra ósáttur í lok leiks að hans menn skyldu falla jafn mikið til baka og raun bar vitni.Hvað gerist næst?Fjölnismenn fá ágæta pásu núna því þeir eiga ekki leik fyrr en 3.ágúst þegar þeir fara til Eyja og mæta þar ÍBV. Pásan er kannski kærkomin því það hefur gengið fremur illa hjá þeim gulklæddu að safna stigum undanfarið. Ágúst Gylfason er eflaust með nokkur atriði sem hann vill líta betur á svo Fjölnir haldi sig í námunda við topp deildarinnar. Valsmenn eiga hins vegar leik í vikunni þegar þeir mæta Selfyssingum í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Þar gæti verið tækifæri til að bjarga tímabilinu sem hefur verið frekar ákveðin vonbrigði fram að þessu. Næsti leikur Valsmanna í Pepsi-deildinni er gegn Víkingi Ólafsvík þann 3.ágúst. Ólafur: Okkur hafa verið boðnir leikmennÓlafur Jóhannesson þjálfari Vals var svekktur eftir að hans menn fengu á sig jöfnunarmark á lokamínútunum gegn Fjölni í Grafarvogi í kvöld. „Mér líður svosem ágætlega. Auðvitað er það fúlt að fá á sig jöfnunarmark hér í restina en hann hitti boltann vel og lítið við því að gera,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik „Verður maður ekki að vera aðeins hlutdrægur, mér fannst þetta ekki sanngjarnt,“ bætti Ólafur við. Fjölnismenn komust yfir í leiknum en Valsmenn svöruðu með tveimur mörkum, sitt hvoru megin við hálfleikinn. „Ég er ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent undir. Mér fannst við vera sterarki aðilinn í leiknum þá og komumst yfir í upphafi seinni hálfleik. Þá duttum við aðeins til baka og fórum of snemma að reyna að halda forystunni,“ sagði Ólafur. Valsmenn hafa verið orðaðir við nokkra leikmenn nú í félagaskiptaglugganum, m.a. Gary Martin, Hrvoje Tokic og Hólmbert Aron Friðjónsson. Ólafur sagði ekkert til í því að Valsmenn væru á höttunum á eftir leikmönnum. „Ég er hérna til að tala um leikinn, það eruð þið sem eruð að tala um þessa leikmenn. Við höfum ekki talað um þá, ekki eitt orð. Okkur hafa verið boðnir þeir.“Stendur til að styrkja liðið áður en félagaskiptaglugginn lokar?„Nei, ekki neitt,“ sagði Ólafur að lokum. Ágúst: Súrsætt stigÁgúst Gylfason.Vísir/HannaÁgúst Gylfason var nokkuð sáttur eftir að hans menn náðu að jafna í lokin gegn Valsmönnum í kvöld. Hann sagði þó að hann hefði að sjálfsögðu viljað fá þrjú stig á heimavelli. „Ég er auðvitað ánægður að ná að jafna svona seint í leiknum. Við sýndum karakter og ég hefði viljað fá markið fyrr því við vorum með þá í vasanum síðustu 25 mínúturnar í leiknum. Við fengum færi og hefðu getað klárað þennan leik. Þannig að þetta er súrsætt stig, ég hefði viljað þrjú,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum. Um miðjan fyrri hálfleik tóku Valsmenn yfirhöndina í leiknum eftir að Fjölnismenn höfðu byrjað leikinn betur og komist yfir. „Við áttum flottar 30 mínútur í fyrri hálfleik og vorum mjög skipulagðir. Þeir skoruðu svo í fyrri hálfleik og aftur í þeim seinn og komu okkur í smá bobba. En við sýndum að við eigum ekkert að vera undir hér á heimavelli. Við setjum á þá góða pressu og þetta hlaut að enda með marki. Hefðum við jafnað fyrr þá hefðum við unnið þennan leik,“ bætti Ágúst við. Fjölnismenn hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð og hafa aðeins dregist aftur úr í toppbaráttunni. „Við viljum að sjálfsögðu ekki dragast langt aftur úr. Þetta er stigasöfnun og þegar 4-5 leikir eru eftir þá sjáum við hvernig staðan er. Ef við erum í færi að elta lið á toppnum þá gerum við það. Auðvitað verður það þá markmiðið. Eins og staðan er í dag þá erum við í stigasöfnun, það hefur kannski ekki gengið nógu vel undanfarið en eitt stig í dag telur.“ Félagaskiptaglugginn er opinn en Fjölnismenn hafa ekki bætt við sig leikmanni enn sem komið er. Ágúst sagði að það gæti gerst þó ekkert væri ákveðið í þeim efnum. „Ef það dettur eitthvað flott inn þá gerum við það. Við erum ekki að stressa okkur á einu né neinu. Við viljum þá halda áfram að finna flotta karaktera sem eru að leggja sig fram. Við erum með fullt af þeim og erum ánægðir með það sem við höfum í dag,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis að lokum. Kristinn Freyr: Aldrei sáttur með jafntefliKristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki sínu.Vísir/HannaKristinn Freyr Sigurðsson var mættur á sinn gamla heimavöll í dag með Valsmönnum. Hann skoraði fyrra mark gestanna en var niðurlútur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Ég er aldrei sáttur með jafntefli, það er ekki hægt. Ef maður lítur á þetta þá er ég ekki frá því að þetta séu sanngjörn úrslit. Þeir lágu vel á okkur í restina en hins vegar er alltaf drullusvekkjandi að fá á sig mark í lokin,“ sagði Kristinn Freyr. Kristinn skoraði fyrra mark Vals þegar hann fékk góða sendingu frá Andra Adolphssyni og kláraði færið listavel með því að vippa yfir Þórð Ingason í marki Fjölnis „Andri fann mig þarna í gegnum vörnina og ég vippa honum yfir Dodda. Það hefði verið skemmtilegra samt ef við hefðum unnið,“ sagði Kristinn Freyr að lokum.Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson.Vísir/Hanna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Valsmenn voru afar nálægt því að ná í sinn fyrsta útisigur í Pepsi-deildinni þegar þeir heimsóttu Fjölnismenn í Grafarvoginn.Hanna Andrésdóttir var á vellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur og strax á 6.mínútu kom Gunnar Már Guðmundsson þeim yfir eftir góða sendingu frá Martin Lund Pedersen. Valsmenn náðu að jafna fyrir hlé þegar Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði gott mark. 1-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleik skoraði svo Kristinn Ingi Halldórsson mark sem virtist ætla að verða sigurmark leiksins. Birnir Snær Ingason var hins vegar á öðru máli og jafnaði á 89.mínútu með glæsilegu marki. 2-2 lokastaðan.Af hverju varð jafntefli?Leikurinn var nokkuð jafn, þó Valsmenn hafi haft yfirhöndina lengst af. Fjölnismenn byrjuðu leikinn mjög vel og voru komnir yfir eftir sex mínútur. Upp úr miðjum fyrri hálfleik fór hins vegar að draga af heimamönnum og Valsmenn komust í gang. Þeir jöfnuðu fyrir hlé, skoruðu svo aftur í upphafi seinni hálfleiks og komust sanngjarnt yfir. En þá er eins og Valsmenn hafi farið að hugsa um að þeir gætu verið að landa fyrsta útisigrinum í Pepsi-deildinni þetta sumarið. Þeir duttu langt til baka og fóru að verja forskotið. Fjölnismenn gengu á lagið og settu oft harða pressu að marki gestanna. Pressan bar árangur, þó ekki fyrr en á 90.mínútu. Jafntefli eru nokkuð sanngjörn úrslit úr þessum leik, þó svo að Valsmenn hafi eflaust gengið svekktari af velli.Þessir stóðu upp úr?Kristinn Freyr Sigurðsson átti góðan leik í liði Vals og var oft maðurinn á bakvið sóknir gestanna. Hann skoraði fyrra markið þegar hann vippaði glæsilega yfir Þórð Ingason í markinu, listavel afgreitt. Rasmus Christiansen átti einnig ágætan leik í vörn Vals og þá var Kristinn Ingi Halldórsson ógnandi þó svo að hann hafi ansi oft fallið í rangstöðugildru heimamanna. Hjá Fjölni átti Birnir Snær Ingason mjög góða innkomu. Hann var sífellt ógnandi þær 15 mínútur sem hann spilaði og skoraði markið sem tryggði heimamönnum stig. Igor Jugovic átti ágætan leik á miðjunni og Viðar Ari stóð fyrir sínu í hægri bakverðinum.Hvað gekk illa?Hans Viktor Guðmundsson og Tobias Salquist byrjuðu leikinn vel í miðri vörn Fjölnismanna en svo fór aðeins að halla undan fæti. Bæði mörk Vals komu eftir sendingar í gegnum vörn Fjölnis og virðist sem heimamenn hafi saknað Daniel Ivanovski sem var ekki með í dag. Framherjum Vals gekk afar illa að leika á rangstöðugildru heimamanna og þá sérstaklega Kristni Inga Halldórssyni í fyrri hálfleik. Það er spurning hvort Ólafur Jóhannesson hafi eitthvað farið yfir hlutina með honum í hálfleik því hann skoraði í upphafi síðari hálfleiks eftir góða stungusendingu. Valsmönnum virtust verða stressaðir þegar þeir komust yfir því þeir lögðust strax til baka og reyndu að halda forystunni í stað þess að halda áfram að sækja á heimamenn. Það reyndist dýrkeypt var Ólafur þjálfari þeirra ósáttur í lok leiks að hans menn skyldu falla jafn mikið til baka og raun bar vitni.Hvað gerist næst?Fjölnismenn fá ágæta pásu núna því þeir eiga ekki leik fyrr en 3.ágúst þegar þeir fara til Eyja og mæta þar ÍBV. Pásan er kannski kærkomin því það hefur gengið fremur illa hjá þeim gulklæddu að safna stigum undanfarið. Ágúst Gylfason er eflaust með nokkur atriði sem hann vill líta betur á svo Fjölnir haldi sig í námunda við topp deildarinnar. Valsmenn eiga hins vegar leik í vikunni þegar þeir mæta Selfyssingum í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Þar gæti verið tækifæri til að bjarga tímabilinu sem hefur verið frekar ákveðin vonbrigði fram að þessu. Næsti leikur Valsmanna í Pepsi-deildinni er gegn Víkingi Ólafsvík þann 3.ágúst. Ólafur: Okkur hafa verið boðnir leikmennÓlafur Jóhannesson þjálfari Vals var svekktur eftir að hans menn fengu á sig jöfnunarmark á lokamínútunum gegn Fjölni í Grafarvogi í kvöld. „Mér líður svosem ágætlega. Auðvitað er það fúlt að fá á sig jöfnunarmark hér í restina en hann hitti boltann vel og lítið við því að gera,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik „Verður maður ekki að vera aðeins hlutdrægur, mér fannst þetta ekki sanngjarnt,“ bætti Ólafur við. Fjölnismenn komust yfir í leiknum en Valsmenn svöruðu með tveimur mörkum, sitt hvoru megin við hálfleikinn. „Ég er ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent undir. Mér fannst við vera sterarki aðilinn í leiknum þá og komumst yfir í upphafi seinni hálfleik. Þá duttum við aðeins til baka og fórum of snemma að reyna að halda forystunni,“ sagði Ólafur. Valsmenn hafa verið orðaðir við nokkra leikmenn nú í félagaskiptaglugganum, m.a. Gary Martin, Hrvoje Tokic og Hólmbert Aron Friðjónsson. Ólafur sagði ekkert til í því að Valsmenn væru á höttunum á eftir leikmönnum. „Ég er hérna til að tala um leikinn, það eruð þið sem eruð að tala um þessa leikmenn. Við höfum ekki talað um þá, ekki eitt orð. Okkur hafa verið boðnir þeir.“Stendur til að styrkja liðið áður en félagaskiptaglugginn lokar?„Nei, ekki neitt,“ sagði Ólafur að lokum. Ágúst: Súrsætt stigÁgúst Gylfason.Vísir/HannaÁgúst Gylfason var nokkuð sáttur eftir að hans menn náðu að jafna í lokin gegn Valsmönnum í kvöld. Hann sagði þó að hann hefði að sjálfsögðu viljað fá þrjú stig á heimavelli. „Ég er auðvitað ánægður að ná að jafna svona seint í leiknum. Við sýndum karakter og ég hefði viljað fá markið fyrr því við vorum með þá í vasanum síðustu 25 mínúturnar í leiknum. Við fengum færi og hefðu getað klárað þennan leik. Þannig að þetta er súrsætt stig, ég hefði viljað þrjú,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi að leik loknum. Um miðjan fyrri hálfleik tóku Valsmenn yfirhöndina í leiknum eftir að Fjölnismenn höfðu byrjað leikinn betur og komist yfir. „Við áttum flottar 30 mínútur í fyrri hálfleik og vorum mjög skipulagðir. Þeir skoruðu svo í fyrri hálfleik og aftur í þeim seinn og komu okkur í smá bobba. En við sýndum að við eigum ekkert að vera undir hér á heimavelli. Við setjum á þá góða pressu og þetta hlaut að enda með marki. Hefðum við jafnað fyrr þá hefðum við unnið þennan leik,“ bætti Ágúst við. Fjölnismenn hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð og hafa aðeins dregist aftur úr í toppbaráttunni. „Við viljum að sjálfsögðu ekki dragast langt aftur úr. Þetta er stigasöfnun og þegar 4-5 leikir eru eftir þá sjáum við hvernig staðan er. Ef við erum í færi að elta lið á toppnum þá gerum við það. Auðvitað verður það þá markmiðið. Eins og staðan er í dag þá erum við í stigasöfnun, það hefur kannski ekki gengið nógu vel undanfarið en eitt stig í dag telur.“ Félagaskiptaglugginn er opinn en Fjölnismenn hafa ekki bætt við sig leikmanni enn sem komið er. Ágúst sagði að það gæti gerst þó ekkert væri ákveðið í þeim efnum. „Ef það dettur eitthvað flott inn þá gerum við það. Við erum ekki að stressa okkur á einu né neinu. Við viljum þá halda áfram að finna flotta karaktera sem eru að leggja sig fram. Við erum með fullt af þeim og erum ánægðir með það sem við höfum í dag,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis að lokum. Kristinn Freyr: Aldrei sáttur með jafntefliKristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki sínu.Vísir/HannaKristinn Freyr Sigurðsson var mættur á sinn gamla heimavöll í dag með Valsmönnum. Hann skoraði fyrra mark gestanna en var niðurlútur þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Ég er aldrei sáttur með jafntefli, það er ekki hægt. Ef maður lítur á þetta þá er ég ekki frá því að þetta séu sanngjörn úrslit. Þeir lágu vel á okkur í restina en hins vegar er alltaf drullusvekkjandi að fá á sig mark í lokin,“ sagði Kristinn Freyr. Kristinn skoraði fyrra mark Vals þegar hann fékk góða sendingu frá Andra Adolphssyni og kláraði færið listavel með því að vippa yfir Þórð Ingason í marki Fjölnis „Andri fann mig þarna í gegnum vörnina og ég vippa honum yfir Dodda. Það hefði verið skemmtilegra samt ef við hefðum unnið,“ sagði Kristinn Freyr að lokum.Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson.Vísir/Hanna
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira