Víkingar hafa aldrei unnið KR í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 11:00 Sársvekktur Kári Árnason gengur af velli eftir 2-1 tap Víkinga gegn KR í Víkinni 2004 þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. vísir/teitur Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Tólfta umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta klárast í kvöld með Reykjavíkurslag Víkings og KR í Víkinni. Þessi lið skildu jöfn, markalaus, þegar þau mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Bæði lið þurfa á sigri að halda en þau spiluðu bæði undir væntingum fyrri hluta móts. Víkingar eru með fimmtán stig í sjöunda sæti og geta komist yfir nafna sína frá Ólafsvík í sjötta sætinu með sigri en KR getur stokkið úr tíunda sæti og upp í það sjöunda, yfir Víkinga, vinni það í kvöld. Ef horft er til sögunnar eru líkurnar á sigri KR ansi miklar því Víkingar hafa aldrei unnið KR-inga í Víkinni. Liðin hafa mæst tíu sinnum á heimavelli Víkinga síðan þeir byrjuðu að spila í Traðarlandinu árið 1988 og hafa KR-ingar unnið níu af þeim leikjum en einu sinni skildu liðin jöfn. Ekki einu sinni meistaraárið sitt 1991 undir stjórn Loga Ólafssonar tókst Víkingum að vinna KR í Víkinni. Þvert á móti vann vesturbæjarliðið 4-1 stórsigur með tveimur mörkum frá Ragnari Margeirssyni heitnum og sitthvoru frá Pétri Péturssyni og Gunnari Skúlasyni. Víkingar unnu reyndar einn heimaleik gegn KR í efstu deild árið 1993. Hólmsteinn Jónasson tryggði þá Fossvogsliðinu sigur, 3-2, með marki á 78. mínútu eftir að Tómas Ingi Tómasson jafnaði metin í 2-2 fyrir KR þremur mínútum áður. Málið er að sá leikur var spilaður á Laugardalsvelli en ekki í Víkinni eins og heimaleikur Víkinga árið 1999 þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þannig hefur nær fullkominn árangur KR á Víkingsvelli haldist. Markatala KR er ansi hagstæð í þessum ellefu leikjum en það hefur skorað 18 mörk á móti þremur. Egill Atlason, sonur Atla Eðvaldssonar sem gerði KR að tvöföldum meisturum árið 1999, skoraði síðast deildarmark í Víkinni fyrir Víkinga á móti KR árið 2004 í 2-1 tapi. Síðan þá hafa KR-inga ekki fengið á sig mark í fimm heimsóknum í Fossvoginn og unnið alla leikina. Sigur Víkinga í kvöld yrði svo sannarlega sögulegur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þessi Reykjavíkurslagur verður svo gerður upp í Pepsi-mörkunum ásamt öllum hinum leikjum tólfu umferðar klukkan 22.00 í kvöld.Leikir Víkings og KR í Víkinni:2015: Víkingur - KR 0-32014: Víkingur - KR 0-12011: Víkingur - KR 0-22007: Víkingur - KR 0-12006: Víkingur - KR 0-12004: Víkingur - KR 1-21992: Víkingur - KR 0-21991: Víkingur - KR 1-41990: Víkingur - KR 1-11988: Víkingur - KR 0-1 KR vinnur 9 Jafntefli: 1 Víkingur vinnur 0 Markatala: 3-18
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann