Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 19:15 Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira
Í dag er slétt vika þar til nýr forseti tekur við embætti forseta Íslands. Verkefnahópur vinnur hörðum höndum við að undirbúa innsetningarathöfnina sem fer fram á frídegi verslunarmanna. Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. Verkefnahópur undir forystu forsætisráðuneytisins fundar stíft þessa dagana og í dag var verið að fara yfir öll helstu atriði er varða athöfnina í dómkirkjunni og svo í alþingishúsinu síðar sama dag. „Hann gengur mjög vel. Þetta hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda og það verður ekki mikið frí og ekkert um verslunarmannahelgina. Engin brekkusöngur hjá þessum hópi vegna þess að þessu sinni ber innsetninguna upp á mánudag, frídegi verslunarmanna, 1. ágúst,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.Tæplega 250 gestir Innsetningarathöfn forseta Íslands hefst í Dómkirkjunni klukkan 15:30 næstkomandi mánudag. Guðni Th. Jóhannesson tekur svo við embætti forseta Íslands í alþinginshúsinu rétt uppúr klukkan fjögur. „Þetta eru tæplega 250 gestir. Flestir eru íslendingar samkvæmt hefðbundnum lista. Síðan eru fulltrúar 15 erlendra ríkja, það er að segja sendiherrar“ Embættistaka forseta Íslands hefur frá upphafi verið nokkuð hefðbundin og formföst en í ár eru gerðar nokkar breytingar. „Það er ekki lengur gerð sú krafa að allir karlmenn sem boðið er til athafnarinnar klæðist kjólfötum og jafnframt er ekki óskað eftir því að borin séu heiðursmerki og orður.“Nýr forseti setur mark sitt á athöfnina „Við fórum meðal annars yfir hluti eins og lagaval. Hann velur sem sagt bæði tónlist í kirkjunni og í þinghúsinu.“ Lögin sem tilvonandi forseti hefur valið eru Lífsbókin sem verður í flutningi Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur og „Þótt þú langförull legðir“ sem verður í flutningi Bergþórs Pálssonar. Nýr forseti og fjölskylda hans koma til með að setjast að á Bessastöðum og vegna fjölskylduhaga þarf að gera breytingar þar. „Það er teymi sem hefur verið að vinna að því. Meðal annars höfum við leitað til verkfræðistofu og svo framvegis þannig að það er líka heilmikið verkefni og við viljum tryggja að nýr forseti getið búið vel á Bessastöðum.“Er Guðni tilbúinn? „Já hann er tilbúinn.“ segir Ragnhildur að lokum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Sjá meira