Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. júlí 2016 19:28 Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform.Sjálfstæðismenn áhugasamir um kosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi bréf til flokksmanna í gær þar sem fram kemur að hann muni á næstunni hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Þá tjáir Sigmundur sig einnig um boðaðar alþingiskosningar í haust en í bréfinu segir: „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum.” Það hafa þó fleiri en sjálfstæðismenn talað í þá veru að flýta kosningum en Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var spurður um málið á Alþingi 28. apríl síðastliðinn af Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata. „Ætlar forsætisráðherra hæstvirtur að boða til kosninga í haust,“ spurði Ásta Guðrún. Og svar Sigurður Inga var eftirfarandi: „Virðulegur forseti. Stutta svarið er náttúrulega já, eins og fram hefur komið í mörgum samtölum og samræðum hér bæði við minnihlutann og í yfirlýsingum forystumanna flokkanna,“ sagði Sigurður Ingi.„Fullkomlega skýrt“ Er þetta ekki afskaplega skýrt Sigmundur. Að það verði boðað til alþingiskosninga í haust? „Það er bara mjög skýrt og fullkomlega skýrt, vegna þess að ég tók þátt í þessu á sínum tíma þegar að verið var að ganga frá þessu, að þetta væri háð því að við kláruðum fyrst þessi mál sem við ætluðum okkur að klára. Í því felst hugmyndin. Til hvers að bjóða upp á það að flýta kosningum ef að það á ekkert að koma á móti. Hugmyndin væri að með því væri verið að koma til móts við stjórnarandstöðuna meðal annars, ef að hún þá féllist á að vinna þetta með okkur,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta hefði því verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna um að láta málin ganga hratt fyrir sig. „Það næsta sem gerðist hins vegar var að það var lýst yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Menn héldu sig við það. Sú tillaga var felld.“ Hafði þessi vantrauststillaga áhrif á þessi áform ykkar (að flýta kosningum, innsk. blm.)? „Já, það segir sig eiginlega sjálft þegar að stjórnarandstaðan hélt sig við að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina, þá var hún ekki á því að semja um að menn afgreiddu málin,“ segir Sigmundur. Á starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir 12 þingfundardögum í ágúst og september áður en þingi verður frestað þann 2. september.Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögumTelur þú raunhæft að klára þessi mál á þessum tíma? „Ég held að það sé orðið ljóst og hljóti að vera óhjákvæmilegt að það þurfi að bæta þarna við einhverjum tíma. Kannski talsverðum tíma. En sá tími sem er til stefnu, það er að segja þeir mánuðir sem enn eru fram að kosningum á tilsettum tíma, hann er nægur. Svo er bara spurning hvort og hversu vel mönnum tekst að flýta þessu starfi, langi menn að flýta kosningum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að bæta við þingfundardögum í haust til að klára öll mál ríkisstjórnarinnar. Þetta segir formaður Framsóknarflokksins. Samkomulag um að flýta kosningum hafi verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna en vantrauststillaga hennar hefði haft áhrif á þau áform.Sjálfstæðismenn áhugasamir um kosningar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi bréf til flokksmanna í gær þar sem fram kemur að hann muni á næstunni hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Þá tjáir Sigmundur sig einnig um boðaðar alþingiskosningar í haust en í bréfinu segir: „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfsmanna okkar í Sjálfstæðisflokknum verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum.” Það hafa þó fleiri en sjálfstæðismenn talað í þá veru að flýta kosningum en Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var spurður um málið á Alþingi 28. apríl síðastliðinn af Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata. „Ætlar forsætisráðherra hæstvirtur að boða til kosninga í haust,“ spurði Ásta Guðrún. Og svar Sigurður Inga var eftirfarandi: „Virðulegur forseti. Stutta svarið er náttúrulega já, eins og fram hefur komið í mörgum samtölum og samræðum hér bæði við minnihlutann og í yfirlýsingum forystumanna flokkanna,“ sagði Sigurður Ingi.„Fullkomlega skýrt“ Er þetta ekki afskaplega skýrt Sigmundur. Að það verði boðað til alþingiskosninga í haust? „Það er bara mjög skýrt og fullkomlega skýrt, vegna þess að ég tók þátt í þessu á sínum tíma þegar að verið var að ganga frá þessu, að þetta væri háð því að við kláruðum fyrst þessi mál sem við ætluðum okkur að klára. Í því felst hugmyndin. Til hvers að bjóða upp á það að flýta kosningum ef að það á ekkert að koma á móti. Hugmyndin væri að með því væri verið að koma til móts við stjórnarandstöðuna meðal annars, ef að hún þá féllist á að vinna þetta með okkur,“ segir Sigmundur Davíð. Þetta hefði því verið viðleitni til að ná saman við stjórnarandstöðuna um að láta málin ganga hratt fyrir sig. „Það næsta sem gerðist hins vegar var að það var lýst yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Menn héldu sig við það. Sú tillaga var felld.“ Hafði þessi vantrauststillaga áhrif á þessi áform ykkar (að flýta kosningum, innsk. blm.)? „Já, það segir sig eiginlega sjálft þegar að stjórnarandstaðan hélt sig við að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina, þá var hún ekki á því að semja um að menn afgreiddu málin,“ segir Sigmundur. Á starfsáætlun Alþingis er gert ráð fyrir 12 þingfundardögum í ágúst og september áður en þingi verður frestað þann 2. september.Óhjákvæmilegt að fjölga þingfundardögumTelur þú raunhæft að klára þessi mál á þessum tíma? „Ég held að það sé orðið ljóst og hljóti að vera óhjákvæmilegt að það þurfi að bæta þarna við einhverjum tíma. Kannski talsverðum tíma. En sá tími sem er til stefnu, það er að segja þeir mánuðir sem enn eru fram að kosningum á tilsettum tíma, hann er nægur. Svo er bara spurning hvort og hversu vel mönnum tekst að flýta þessu starfi, langi menn að flýta kosningum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00
Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32
Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43
Allar áætlanir þingsins gera ráð fyrir kosningum í haust Einar K. Guðfinnsson segir að stefnt sé að kosningum í haust. 26. júlí 2016 13:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?