Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 15:56 Segir Pírata hafa tekið út upplýsingar um stefnu sína varðandi höfundarétt þar sem þeir viti að skoðanir þeirra þoli ekki ljósið. Vísir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) segir Pírata hafa fjarlægt þann hluta af stefnuskrá sinni af netsíðu þeirra sem snéri að stefnu þeirra hvað höfundarrétt varðar. Sér til stuðnings birti hann á Fésbókar-síðu sinni skjáskot sem hann tók af hluta stefnuskráarinnar sem snéri að þessu máli áður en það var fjarlægt. Hann óskar þess að forsvarsmenn flokksins greini frá því opinberlega hver afstaða þeirra sé varðandi höfundarrétt fyrir komandi kosningar. „Þetta er eina landið í heiminum sem tekur Pírataflokk alvarlega,“ segir Jakob Frímann. „Það sem ég vil fá svar við er hvort að þessi stefna sem ég rak augun í vor og tók skjáskot sé enn við lýði. Ég hef líka reynt að fá einhvern þeirra til þess að afneita þessum brýningum Deildu.net þar sem notendur voru hvattir til þess öllu því íslenska efni sem þeir ættu til þess að sýna fram á mótstöðu við höfundarrétinn. Píratar hafa farið í kringum það alveg eins og heitan eld. Þau segjast bara ekki eiga Deildu.net. Ég hef bara verið að spyrja um afstöðu til þessara orða.“Jakob tók þetta skjáskot af síðu Pírata í apríl en segir þá núna hafa fjarlægt allt sem varðar höfundarétt af síðunni.Vísir/skjáskotSkerðing eignarréttar um 73%Jakob bendir á að í stefnuskrá flokksins í apríl hafi verið sú hugmynd að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda, sem höfundarrétturinn sé, um 73% eða úr 70 árum í 20. Þetta þýðir að listamenn myndu hætta að fá greidd gjöld fyrir notkun verka þeirra 20 árum frá útgáfudegi. „Það sem mig grunar er að þau ætli sér að komast í Ríkisstjórn til þess að koma stjórnarskrá málinu í gegn og kjósa um Evrópu. Ég held að þau séu að taka þetta út núna tímabundið af því að þau vita að þetta þolir ekki ljósið. Einn hluti af breytingum stjórnarskrár snýst um eignarrétt og þau vilja breyta því.“Ásta Guðrún viðurkenndi í Bítinu á Bylgjunni i morgun að Píratar vilji breyta höfundarétti hér á landi.VísirViðurkenndi að Píratar vildu breyta höfundarréttarlögumÁsta Guðrún Helgadóttir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort Píratar vildu breyta lögum hér á landi sem varðaði höfundarrétt. Hún sagði það svo vera en að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar fyrr en línur færu að skýrast varðandi höfundarrétt innan Evrópusambandsins. Ásta var einnig spurð að því hvort Píratar legðu blessun sína á höfundarréttarbrot en hún neitaði því. Hún sagði að afstaða Pírata til þess að höfundarréttarsamtök væru að kæra torrent-síður eins og hefur nú gerst með Deildu.net væru sú að slíkt væri tilgangslaust þar sem netverjar myndu alltaf finna aðra leið til þess að deila og sækja höfundavarið efni. Betra væri fyrir höfundarréttarsamtök að einbeita sér að því að höfundar fengju betri samninga hjá löglegum veitum á borð við Spotify eða Netflix. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) segir Pírata hafa fjarlægt þann hluta af stefnuskrá sinni af netsíðu þeirra sem snéri að stefnu þeirra hvað höfundarrétt varðar. Sér til stuðnings birti hann á Fésbókar-síðu sinni skjáskot sem hann tók af hluta stefnuskráarinnar sem snéri að þessu máli áður en það var fjarlægt. Hann óskar þess að forsvarsmenn flokksins greini frá því opinberlega hver afstaða þeirra sé varðandi höfundarrétt fyrir komandi kosningar. „Þetta er eina landið í heiminum sem tekur Pírataflokk alvarlega,“ segir Jakob Frímann. „Það sem ég vil fá svar við er hvort að þessi stefna sem ég rak augun í vor og tók skjáskot sé enn við lýði. Ég hef líka reynt að fá einhvern þeirra til þess að afneita þessum brýningum Deildu.net þar sem notendur voru hvattir til þess öllu því íslenska efni sem þeir ættu til þess að sýna fram á mótstöðu við höfundarrétinn. Píratar hafa farið í kringum það alveg eins og heitan eld. Þau segjast bara ekki eiga Deildu.net. Ég hef bara verið að spyrja um afstöðu til þessara orða.“Jakob tók þetta skjáskot af síðu Pírata í apríl en segir þá núna hafa fjarlægt allt sem varðar höfundarétt af síðunni.Vísir/skjáskotSkerðing eignarréttar um 73%Jakob bendir á að í stefnuskrá flokksins í apríl hafi verið sú hugmynd að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda, sem höfundarrétturinn sé, um 73% eða úr 70 árum í 20. Þetta þýðir að listamenn myndu hætta að fá greidd gjöld fyrir notkun verka þeirra 20 árum frá útgáfudegi. „Það sem mig grunar er að þau ætli sér að komast í Ríkisstjórn til þess að koma stjórnarskrá málinu í gegn og kjósa um Evrópu. Ég held að þau séu að taka þetta út núna tímabundið af því að þau vita að þetta þolir ekki ljósið. Einn hluti af breytingum stjórnarskrár snýst um eignarrétt og þau vilja breyta því.“Ásta Guðrún viðurkenndi í Bítinu á Bylgjunni i morgun að Píratar vilji breyta höfundarétti hér á landi.VísirViðurkenndi að Píratar vildu breyta höfundarréttarlögumÁsta Guðrún Helgadóttir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort Píratar vildu breyta lögum hér á landi sem varðaði höfundarrétt. Hún sagði það svo vera en að ekki væri tímabært að gera slíkar breytingar fyrr en línur færu að skýrast varðandi höfundarrétt innan Evrópusambandsins. Ásta var einnig spurð að því hvort Píratar legðu blessun sína á höfundarréttarbrot en hún neitaði því. Hún sagði að afstaða Pírata til þess að höfundarréttarsamtök væru að kæra torrent-síður eins og hefur nú gerst með Deildu.net væru sú að slíkt væri tilgangslaust þar sem netverjar myndu alltaf finna aðra leið til þess að deila og sækja höfundavarið efni. Betra væri fyrir höfundarréttarsamtök að einbeita sér að því að höfundar fengju betri samninga hjá löglegum veitum á borð við Spotify eða Netflix.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24