Ekki næst í forystu Sjálfstæðisflokksins Sveinn Arnarsson skrifar 28. júlí 2016 07:00 Framsóknarmenn eru ósamstiga í afstöðu sinni gagnvart því hvort kosið verði í haust eða næsta vor. fréttablaðið/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir nær öruggt að kosið verði í haust þrátt fyrir ummæli formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem opnað hefur rækilega á það að kosið verði næsta vor. Á meðan næst ekki í forystu Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra sér það ekki fyrir sér að kosningum verði frestað til vorsins. Það þyrfti þá nokkuð mikið að ganga á í þinginu ef ekki tekst að kjósa í haust. „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,“ segir Sigurður Ingi. Þegar Sigurður Ingi er spurður út í orð formanns flokksins og hugmyndir hans um að skipta sér af dagsetningu kosninga er svar hans skorinort: „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.“ Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Facebook-síðu sinni í gær að ummæli Sigmundar um að ekki liggi á að kjósa í haust séu til þess eins fallin að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn“. Slíkt myndi sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Höskuldur segist líta svo á að ekki komi annað til greina en að standa við kosningar í haust. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins vegna málsins síðustu daga en án árangurs.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir nær öruggt að kosið verði í haust þrátt fyrir ummæli formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem opnað hefur rækilega á það að kosið verði næsta vor. Á meðan næst ekki í forystu Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra sér það ekki fyrir sér að kosningum verði frestað til vorsins. Það þyrfti þá nokkuð mikið að ganga á í þinginu ef ekki tekst að kjósa í haust. „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,“ segir Sigurður Ingi. Þegar Sigurður Ingi er spurður út í orð formanns flokksins og hugmyndir hans um að skipta sér af dagsetningu kosninga er svar hans skorinort: „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.“ Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Facebook-síðu sinni í gær að ummæli Sigmundar um að ekki liggi á að kjósa í haust séu til þess eins fallin að „koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem framundan er í þinginu og setja þar allt í upplausn“. Slíkt myndi sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Höskuldur segist líta svo á að ekki komi annað til greina en að standa við kosningar í haust. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins vegna málsins síðustu daga en án árangurs.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira