Alþingi bæti kjör aldraðra og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Um þetta leyti í fyrra skoraði ég á Alþingi að bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið, að þau dygðu til sómasamlegrar framfærslu. Ég gerði þetta í grein í Fréttablaðinu. Ég benti á, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hefðu lífeyri almannatrygginga, hefðu ekki fyrir öllum útgjöldum og gætu ekki leyst út lyfin sín eða yrðu að sleppa því að fara til læknis þó nauðsynlegt væri. Ég skoraði á Alþingi að leysa málið strax. Ég var svo grænn, að ég hélt að Alþingi mundi taka rögg á sig, gera þverpólitíska sátt og afgreiða kjarabætur til aldraðra og öryrkja í allsherjar sátt. Með því hefði álit á Alþingi stóraukist. Því hefði ekki verið vanþörf á.Ekkert gerðist Ekkert gerðist. Alþingi gerði ekki neitt. Alþingi hafði engan áhuga á að leysa vanda aldraðra og öryrkja. Alþingi hefur greinilega fundist þægilegra að aðhafast ekkert. Það hefði verið talsverð vinna að koma á þverpólitískri sátt. Ég skrifaði líka forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni; bað um að hann hefði forgöngu fyrir því, að Alþingi samþykkti kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. Forseti Alþingis brást líka. Hann stakk bréfinu undir stól. Hann hafði sama hátt á og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá öldruðum og öryrkjum. Þeir stinga bréfunum ofan í skúffu.Alþingi brást í fyrra Alþingi brást öldruðum og öryrkjum í fyrra. Til þess að kóróna ósómann felldi Alþingi við afgreiðslu fjárlaga að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og öðrum í þjóðfélaginu. Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, ofbauð þetta. Hann gagnrýndi það í sjónvarpinu við umræður um forsetaembættið, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá afturvirkar kjarabætur í fyrra eins og aðrir.Ný áskorun á Alþingi Ástandið er enn þannig í kjaramálum þeirra aldraðra og öryrkja, sem eingöngu verða að reiða sig á lífeyri frá almannatryggingum, að þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum. Þeir hafa ekki nóg til framfærslu. Ég vil því enn á ný skora á Alþingi að leysa mál þessa fólks. Ég skora á Alþingi að hækka lífeyri þessa hóps þannig, að dugi til framfærslu. Ég tel, að hækka þurfi lífeyrinn um 50 þúsund krónur á mánuði að lágmarki til þess að lífeyrir dugi til sómasamlegrar framfærslu. Hækka á verst stadda hópinn um þessa fjárhæð og aðrir aldraðir og öryrkjar hækki hlutfallslega. Ég skora á Alþingi að gera þverpólitíska sátt til þess að leysa framfærsluvanda aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Um þetta leyti í fyrra skoraði ég á Alþingi að bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið, að þau dygðu til sómasamlegrar framfærslu. Ég gerði þetta í grein í Fréttablaðinu. Ég benti á, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hefðu lífeyri almannatrygginga, hefðu ekki fyrir öllum útgjöldum og gætu ekki leyst út lyfin sín eða yrðu að sleppa því að fara til læknis þó nauðsynlegt væri. Ég skoraði á Alþingi að leysa málið strax. Ég var svo grænn, að ég hélt að Alþingi mundi taka rögg á sig, gera þverpólitíska sátt og afgreiða kjarabætur til aldraðra og öryrkja í allsherjar sátt. Með því hefði álit á Alþingi stóraukist. Því hefði ekki verið vanþörf á.Ekkert gerðist Ekkert gerðist. Alþingi gerði ekki neitt. Alþingi hafði engan áhuga á að leysa vanda aldraðra og öryrkja. Alþingi hefur greinilega fundist þægilegra að aðhafast ekkert. Það hefði verið talsverð vinna að koma á þverpólitískri sátt. Ég skrifaði líka forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni; bað um að hann hefði forgöngu fyrir því, að Alþingi samþykkti kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. Forseti Alþingis brást líka. Hann stakk bréfinu undir stól. Hann hafði sama hátt á og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá öldruðum og öryrkjum. Þeir stinga bréfunum ofan í skúffu.Alþingi brást í fyrra Alþingi brást öldruðum og öryrkjum í fyrra. Til þess að kóróna ósómann felldi Alþingi við afgreiðslu fjárlaga að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og öðrum í þjóðfélaginu. Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, ofbauð þetta. Hann gagnrýndi það í sjónvarpinu við umræður um forsetaembættið, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá afturvirkar kjarabætur í fyrra eins og aðrir.Ný áskorun á Alþingi Ástandið er enn þannig í kjaramálum þeirra aldraðra og öryrkja, sem eingöngu verða að reiða sig á lífeyri frá almannatryggingum, að þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum. Þeir hafa ekki nóg til framfærslu. Ég vil því enn á ný skora á Alþingi að leysa mál þessa fólks. Ég skora á Alþingi að hækka lífeyri þessa hóps þannig, að dugi til framfærslu. Ég tel, að hækka þurfi lífeyrinn um 50 þúsund krónur á mánuði að lágmarki til þess að lífeyrir dugi til sómasamlegrar framfærslu. Hækka á verst stadda hópinn um þessa fjárhæð og aðrir aldraðir og öryrkjar hækki hlutfallslega. Ég skora á Alþingi að gera þverpólitíska sátt til þess að leysa framfærsluvanda aldraðra og öryrkja.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun