Íslenski boltinn

Kristinn Freyr: Þurftum mark til að ná þeim út úr stöðum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kristinn Freyr skoraði fallegt mark beint úr aukaspyrnu í dag
Kristinn Freyr skoraði fallegt mark beint úr aukaspyrnu í dag vísir/anton
Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val á bragðið með góðu marki beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks þegar Valur lagði Selfoss 2-1 í kvöld.

„Þetta setti okkur í góða stöðu að koma inn í seinni hálfleikinn og skora strax. Það breytir miklu,“ sagði Kristinn Freyr.

„Þeir liggja aftaflega og við þurftum mark til að ná þeim út úr stöðum og gera hlutina auðveldari fyrir okkur.“

Selfoss byrjaði leikinn vel og var í tvígang nálægt því að skora áður en Valur vaknaði til lífsins.

„Þeir eru mjög þéttir og færa liðið mjög vel. Við vorum ekki nógu klókir að færa boltann í fyrri hálfleik á milli kanta en það gekk ágætlega í seinni hálfleik.“

Valur komst í 2-0 í leiknum en Selfoss minnkaði muninn þegar skammt var eftir og henti öllu fram til að reyna að knýja fram framlengingu undir lokin.

„Manni bregður en ég held að maður sé alltaf rólegri inni á vellinum heldur en fyrir utan og því voru áhorfendur kannski aðeins stressaðari heldur en við,“ sagði Kristinn Freyr sem sagðist vera alveg sama hvort Valur mæti ÍBV eða FH í úrslitaleiknum 13. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×