Flutningar forsetans: Þúsundir skjala, búslóðin í Mosfellsbæ og frjálslegra tal Ásgeir Erlendsson skrifar 29. júlí 2016 19:00 Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Forseti Íslands hefur á síðustu dögum sínum í embætti sent þúsundir skjala til Þjóðskalasafnsins sem hann telur eðlilegt að fræðimenn og almenningur hafi aðgang að fyrr en venja er með slík skjöl. Ásgeir Erlendsson hitti forsetann við Bessastaði í dag þegar aðeins rúmir tveir sólarhringar eru eftir af tuttugu ára embættistíð hans. Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta Íslands fimmtudaginn fyrsta ágúst 1996. Undanfarin tuttugu ár hafa verið viðburðarík en nú stendur Ólafur Ragnar á tímamótum enda einungis rúmir tveir sólarhringar eftir af embættistíð hans. „Það er gleði í mínum huga að skilja við Bessastaði á tímum þar sem samfélagið er vel statt.“ Hann segir eitt það skemmtilegasta undanfarin tuttugu ár sem forseta að finna fyrir þeirri miklu virðingu sem borin er fyrir Íslendingum og hversu mikið íslenska þjóðin hefur fram að færa. Margt hafi einnig verið erfitt. „Glíman við veikindi Guðrúnar Katrínar og svo andlát hennar. Sá erfiði persónulegi tími. Þó það hafi ekki verið þannig að forsetinn hafi verið að bera sína sorg á torg. “ Hann segist ekki hafa átt von á því árið 1996 að valdasetan yrði jafn löng og raun ber vitni. Hann segist ekki telja að setja eigi hömlur á fjölda kjörtímabila forseta. „Ég tel ekki að við höfum orðið fyrir einhverju tjóni á þeim áratugum lýðveldisins að það sé ástæða til að breyta þessu. Ef menn vilja setja takmörk á setu forseta þá á að gera það líka gagnvart þeim sem sitja á alþingi eða ráðherrum.“ Ólafur Ragnar er þegar fluttur af Bessastöðum en síðustu dagar hafa verið annasamir. Hann hefur komið sér fyrir á heimili sínu í Mosfellsbæ og einnig unnið að því að flytja rúmlega hundrað kassa af skjölum um ráðherra og forsetatíð sína á Þjóðskjalasafnið. „Ég er þeirrar skoðunar að menn í minni stöðu eigi að veita aðgang að sögunni og sínum þætti miklu fyrr en tíðkast hefur hér á Íslandi. Menn geta þá skoðað allskonar útgáfur af ákvörðunum mínum og frásagnir mínar af ýmsu því sem hér hefur gerst.“ Hann hlakkar til þess frelsis sem skapast þegar hann lætur af embætti á miðnætti á sunnudag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Undirbúningur fyrir embættistöku Guðna Th. í fullum gangi Fjölmargir koma að undirbúningi við embættistöku forseta Íslands. 25. júlí 2016 19:15