Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 08:30 Eder og Cristiano Ronaldo fagna í leikslok. Vísir/EPA Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36