Fiðrildið sem settist á Ronaldo gæti komið til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. júlí 2016 13:15 Ronaldo lenti saman við leikmann Frakka í úrslitaleik EM í gær og þegar hann sat á vellinum í öngum sínum tyllti sér fiðrildi á andlit hans. Vísir/Getty Fiðrildið sem tyllti sér á andlit hins ástríðufulla Cristiano Ronaldo í sigurleik Portúgala gegn Frökkum var af tegundinni gammaygla eða autographa gamma. Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur en hann fylgdist spenntur með leiknum í gær en spennan sneri að fleiru en úrslitum Evrópumótsins sem réðust með leiknum. Inn á völlinn mættu nefnilega fiðrildin í tugþúsundatali og vöktu þau mikla athygli áhorfenda á vellinum og heima fyrir. „Mér lék forvitni á að komast að því hvaða kvikindi þar ruddust inn á leikvanginn. Snillingurinn Cristiano Ronaldo kom svari við spurningu minni á framfæri við mig þegar hann féll til jarðar skaddaður á hné. Eitt augnablik settist eitt fiðrildanna á kappann og dugði það mér til að greina tegundina,“ skrifar Erling á Facebook-síðu sína. Í samtali við Vísi segist hann óska Ronaldo góðs bata og að hann megi ná sér sem fyrst en hann átti við hnémeiðsli að stríða í leiknum eftir að hann lenti í samstuði við leikmann Frakka.Gammaygla fjölgar sér á ógnarhraða Erling segir að ekki sé hægt að tala um mölflugu í þessum skilningi, enska heitið „moth“ sem notað er í erlendum fjölmiðlum sé samheiti fyrir þúsundir tegunda lítilla fiðrilda.Hér má sjá eina af gammayglunum sem mættu á Stade de France í gær.Vísir/EPAGammaygla á uppruna að rekja til Miðjarðarhafslanda útskýrir Erling. „Hún á það til að springa svona með látum, hún getur fjölgað sér mikið á skömmum tíma,“ segir Erling. „Tegundin fjölgar sér í Suður-Evrópu eða við Miðjarðarhafið, svo eftir að þessi fjölgun á sér stað fara þær á mikla rás norður eftir álfunni og sjást svo norður eftir öllu, út yfir haf til Færeyja og Íslands. Þær koma oft hingað í gríðarlegum fjölda.“ Erling segist bíða eftir góðri suðaustan átt því að það sé það eina sem til þarf svo að gammayglurnar heimsæki okkur hér á Fróni. Hann segir fiðrildin fara létt með þetta langa ferðalag.Þannig að það er líklegt að þær komi hingað? „Já, já þær gera það. Það hefur borið aðeins á þeim undanfarið en ekki í stórum hópum. Þegar hún kemur hingað getur hún svo fjölgað sér en lifir ekki hér að vetri.“Þriðja liðið mætti á Stade de France Gammayglan er fremur stór, um tveir sentimetrar að lengd á búknum og með um fjögurra sentimetra vænghaf. Því sást hún vel í sjónvarpinu, svo vel að segja má að þriðja liðið hafi mætt til leiks sem er harla óvenjulegt á Evrópumóti í knattspyrnu þar sem tvö lið leika til úrslita. Áhorfendur, leikmenn og þjálfarar þurftu að banda fiðrildunum frá sér en leikmenn eru vanir að spila við hinar ýmsu aðstæður og létu þriðja liðið því ekki á sig fá.Fiðrildin voru á vellinum vegna þess að þau sækja mjög í ákveðna lýsingu, til að mynda flóðlýsingu á fótboltavelli. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafði gleymst að slökkva á flóðlýsingunni yfir nóttina og því voru fiðrildin komin í tugatali og fjölguðu sér svo hratt eins og þeim einum er lagið. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Fiðrildið sem tyllti sér á andlit hins ástríðufulla Cristiano Ronaldo í sigurleik Portúgala gegn Frökkum var af tegundinni gammaygla eða autographa gamma. Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur en hann fylgdist spenntur með leiknum í gær en spennan sneri að fleiru en úrslitum Evrópumótsins sem réðust með leiknum. Inn á völlinn mættu nefnilega fiðrildin í tugþúsundatali og vöktu þau mikla athygli áhorfenda á vellinum og heima fyrir. „Mér lék forvitni á að komast að því hvaða kvikindi þar ruddust inn á leikvanginn. Snillingurinn Cristiano Ronaldo kom svari við spurningu minni á framfæri við mig þegar hann féll til jarðar skaddaður á hné. Eitt augnablik settist eitt fiðrildanna á kappann og dugði það mér til að greina tegundina,“ skrifar Erling á Facebook-síðu sína. Í samtali við Vísi segist hann óska Ronaldo góðs bata og að hann megi ná sér sem fyrst en hann átti við hnémeiðsli að stríða í leiknum eftir að hann lenti í samstuði við leikmann Frakka.Gammaygla fjölgar sér á ógnarhraða Erling segir að ekki sé hægt að tala um mölflugu í þessum skilningi, enska heitið „moth“ sem notað er í erlendum fjölmiðlum sé samheiti fyrir þúsundir tegunda lítilla fiðrilda.Hér má sjá eina af gammayglunum sem mættu á Stade de France í gær.Vísir/EPAGammaygla á uppruna að rekja til Miðjarðarhafslanda útskýrir Erling. „Hún á það til að springa svona með látum, hún getur fjölgað sér mikið á skömmum tíma,“ segir Erling. „Tegundin fjölgar sér í Suður-Evrópu eða við Miðjarðarhafið, svo eftir að þessi fjölgun á sér stað fara þær á mikla rás norður eftir álfunni og sjást svo norður eftir öllu, út yfir haf til Færeyja og Íslands. Þær koma oft hingað í gríðarlegum fjölda.“ Erling segist bíða eftir góðri suðaustan átt því að það sé það eina sem til þarf svo að gammayglurnar heimsæki okkur hér á Fróni. Hann segir fiðrildin fara létt með þetta langa ferðalag.Þannig að það er líklegt að þær komi hingað? „Já, já þær gera það. Það hefur borið aðeins á þeim undanfarið en ekki í stórum hópum. Þegar hún kemur hingað getur hún svo fjölgað sér en lifir ekki hér að vetri.“Þriðja liðið mætti á Stade de France Gammayglan er fremur stór, um tveir sentimetrar að lengd á búknum og með um fjögurra sentimetra vænghaf. Því sást hún vel í sjónvarpinu, svo vel að segja má að þriðja liðið hafi mætt til leiks sem er harla óvenjulegt á Evrópumóti í knattspyrnu þar sem tvö lið leika til úrslita. Áhorfendur, leikmenn og þjálfarar þurftu að banda fiðrildunum frá sér en leikmenn eru vanir að spila við hinar ýmsu aðstæður og létu þriðja liðið því ekki á sig fá.Fiðrildin voru á vellinum vegna þess að þau sækja mjög í ákveðna lýsingu, til að mynda flóðlýsingu á fótboltavelli. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafði gleymst að slökkva á flóðlýsingunni yfir nóttina og því voru fiðrildin komin í tugatali og fjölguðu sér svo hratt eins og þeim einum er lagið.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi. 11. júlí 2016 10:07
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. 11. júlí 2016 11:00