Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Fylkir 1-4| Árbæingar úr botnsætinu eftir frábæran sigur Stefán Árni Pálsson á Þróttarvellinum skrifar 11. júlí 2016 22:30 Víðir Þorvarðarson skoraði tvö í leiknum í kvöld. vísir/anton brink Fylkir vann í kvöld frábæran sigur, 4-1, á Þrótti í botnslagnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Fylkir lyfti sér af botninum með sigrunum og sendi Þróttara í botnsætið. Fylkir var mun betra liðið í kvöld en Víðir Þorvarðarson skoraði tvö mörk fyrir Árbæinga í kvöld, Valdimar Þór Ingimundarson og Andrés Már Jóhannesson gerði síðan sitt markið hvor. Eina mark Þróttar gerði Thiago Pinto Borges. Af hverju vann Fylkir ?Gestirnir úr Árbænum voru bara einbeittari, skipulagðari og nýttu sín færi vel. Það var allt annað að sjá til Fylkisliðsins í kvöld og var liðið á köflum léttleikandi og skemmtilegt sóknarlið. Þróttarar fundu sig alls ekki, en sköpuðu nokkur færi sem þeim var fyrirmunað að nýta. Fylkir átti þennan sigur svo fyllilega skilið og gaman fyrir Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, að ná í þrjú stig á sjálfan afmælisdaginn.Þessir stóðu upp úrVíðir Þorvarðarson var frábær í liði Fylkis í kvöld. Hann skoraði tvö mörk, var duglegur og hljóp mikið. Andrés Már Jóhannesson var einnig virkilega öflugur í liðið Árbæinga í kvöld og stóðu þeir tveir upp úr á vellinum. Dion Acoff var í raun eini leikmaður Þróttara sem var að reyna eitthvað sóknarlega.Hvað gekk illa?Þróttarar þurfa einhvern veginn að endurskipuleggja allan sóknarleik sinn. Gengi liðsins mun ekkert batna ef þeir fara ekki að reyna eitthvað annað en að senda langa bolta upp kantinn á Dion Acoff og vona að hann stingi alla af. Það vantar fleiri víddir í þeirra sóknarleik og Greg Ryder þarf að finna lausn við því, ekki seinna en í gær.Hvað gerist næst?Nú heldur bara áfram hörð botnbarátta hjá báðum þessum liðum og verða leikmenn og þjálfarar að halda vel á spöðunum, ef liðin ætla sér að vera áfram í deild þeirra bestu. Hermann sáttur með afmælisgjöfina: Fylkisliðið sem nýtir færin„Þetta var fín afmælisgjöf, maður biður ekki um mikið meira en þetta,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis og afmælisbarn dagsins, eftir sigurinn í kvöld. Hermann er 42 ára í dag. „Það var alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fá þrjú stig í kvöld og það sýndi sig vel á baráttunni í strákunum.“ Hermann segir að þetta lið sem sást í kvöld sé Fylkisliðið sem loksins nýtir sín færi. „Við höfum verið að spila fínasta bolta í síðustu leikjum í deildinni, en höfum ekki náð að nýta okkar færi. Það kom loks í kvöld,“ segir Hermann sem nýtti EM-fríið til að fara yfir andlega þáttinn hjá leikmönnum liðsins. „Það hefur bara vantað smá upp á trúna hjá okkur, trúna til að klára leikina. Í kvöld vorum við bara miklu betri í seinni hálfleik og það fór með þennan leik.“ Gregg Ryder: Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.Vísir/Ernir„Við erum algjörlega miður okkar eftir þessi úrslit,“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. „Þetta var mjög skrítinn leikur. Þeir fengu einhver fjögur, kannski fimm færi og skora öll þess mörk. Við fengum endalaust mörg færi og náum bara að skora eitt mark.“ Ryder segir að það sé skelfileg uppskrift á fótboltaleik þegar liðið manns getur einfaldlega ekki skorað mörk. „Þegar maður nýtir ekki færin sín, þá getur þú ekki unnið fótboltaleiki. Það vantaði alla einbeitingu í mína mann í aðdraganda markanna sem við fáum á okkur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að tala endalaust um. Við getum ekki verið að gera þessi mistök og við verðum núna bara að læra af þessu, og það mjög fljótlega.“ Víðir: Gott að geta gefið Hemma þennan sigur í afmælisgjöf„Við erum ánægðir með spilamennsku okkar í dag og að skora fjögur mörk er frábært,“ segir Víðir Þorvarðarson, leikmaður Fylkis, eftir sigurinn í kvöld en hann gerði tvö mörk í leiknum. „Við vorum þéttir fyrir í kvöld og þetta var mjög sannfærandi sigur. Það var gaman að geta gefið Hemma þetta í afmælisgjöf,“ segir Víðir og bætir við að leikmenn liðsins hafi undanfarna daga rifjað upp að þeir eru í raun mjög góðir í fótbolta. „Það hefur ekkert breyst, en við fórum herfilega af stað á þessu tímabili en við vitum hversu góðir við erum og það er mjög ánægjulegt að geta sýnt það loks hér í dag. Það er gott að líta loksins á töfluna og vera ekki neðstir,“ segir Víðir. Hann segir að samt sem áður sem mjög mikið verk eftir óunnið. „Þessir leikir eru samt ótrúlega mikilvægir, þessir sex stiga leikir og við verðum einfaldlega að klára þá.“Hemmi í kvöldvísirVíðir í leiknum í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Fylkir vann í kvöld frábæran sigur, 4-1, á Þrótti í botnslagnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Fylkir lyfti sér af botninum með sigrunum og sendi Þróttara í botnsætið. Fylkir var mun betra liðið í kvöld en Víðir Þorvarðarson skoraði tvö mörk fyrir Árbæinga í kvöld, Valdimar Þór Ingimundarson og Andrés Már Jóhannesson gerði síðan sitt markið hvor. Eina mark Þróttar gerði Thiago Pinto Borges. Af hverju vann Fylkir ?Gestirnir úr Árbænum voru bara einbeittari, skipulagðari og nýttu sín færi vel. Það var allt annað að sjá til Fylkisliðsins í kvöld og var liðið á köflum léttleikandi og skemmtilegt sóknarlið. Þróttarar fundu sig alls ekki, en sköpuðu nokkur færi sem þeim var fyrirmunað að nýta. Fylkir átti þennan sigur svo fyllilega skilið og gaman fyrir Hermann Hreiðarsson, þjálfara liðsins, að ná í þrjú stig á sjálfan afmælisdaginn.Þessir stóðu upp úrVíðir Þorvarðarson var frábær í liði Fylkis í kvöld. Hann skoraði tvö mörk, var duglegur og hljóp mikið. Andrés Már Jóhannesson var einnig virkilega öflugur í liðið Árbæinga í kvöld og stóðu þeir tveir upp úr á vellinum. Dion Acoff var í raun eini leikmaður Þróttara sem var að reyna eitthvað sóknarlega.Hvað gekk illa?Þróttarar þurfa einhvern veginn að endurskipuleggja allan sóknarleik sinn. Gengi liðsins mun ekkert batna ef þeir fara ekki að reyna eitthvað annað en að senda langa bolta upp kantinn á Dion Acoff og vona að hann stingi alla af. Það vantar fleiri víddir í þeirra sóknarleik og Greg Ryder þarf að finna lausn við því, ekki seinna en í gær.Hvað gerist næst?Nú heldur bara áfram hörð botnbarátta hjá báðum þessum liðum og verða leikmenn og þjálfarar að halda vel á spöðunum, ef liðin ætla sér að vera áfram í deild þeirra bestu. Hermann sáttur með afmælisgjöfina: Fylkisliðið sem nýtir færin„Þetta var fín afmælisgjöf, maður biður ekki um mikið meira en þetta,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis og afmælisbarn dagsins, eftir sigurinn í kvöld. Hermann er 42 ára í dag. „Það var alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fá þrjú stig í kvöld og það sýndi sig vel á baráttunni í strákunum.“ Hermann segir að þetta lið sem sást í kvöld sé Fylkisliðið sem loksins nýtir sín færi. „Við höfum verið að spila fínasta bolta í síðustu leikjum í deildinni, en höfum ekki náð að nýta okkar færi. Það kom loks í kvöld,“ segir Hermann sem nýtti EM-fríið til að fara yfir andlega þáttinn hjá leikmönnum liðsins. „Það hefur bara vantað smá upp á trúna hjá okkur, trúna til að klára leikina. Í kvöld vorum við bara miklu betri í seinni hálfleik og það fór með þennan leik.“ Gregg Ryder: Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.Vísir/Ernir„Við erum algjörlega miður okkar eftir þessi úrslit,“ segir Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. „Þetta var mjög skrítinn leikur. Þeir fengu einhver fjögur, kannski fimm færi og skora öll þess mörk. Við fengum endalaust mörg færi og náum bara að skora eitt mark.“ Ryder segir að það sé skelfileg uppskrift á fótboltaleik þegar liðið manns getur einfaldlega ekki skorað mörk. „Þegar maður nýtir ekki færin sín, þá getur þú ekki unnið fótboltaleiki. Það vantaði alla einbeitingu í mína mann í aðdraganda markanna sem við fáum á okkur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að tala endalaust um. Við getum ekki verið að gera þessi mistök og við verðum núna bara að læra af þessu, og það mjög fljótlega.“ Víðir: Gott að geta gefið Hemma þennan sigur í afmælisgjöf„Við erum ánægðir með spilamennsku okkar í dag og að skora fjögur mörk er frábært,“ segir Víðir Þorvarðarson, leikmaður Fylkis, eftir sigurinn í kvöld en hann gerði tvö mörk í leiknum. „Við vorum þéttir fyrir í kvöld og þetta var mjög sannfærandi sigur. Það var gaman að geta gefið Hemma þetta í afmælisgjöf,“ segir Víðir og bætir við að leikmenn liðsins hafi undanfarna daga rifjað upp að þeir eru í raun mjög góðir í fótbolta. „Það hefur ekkert breyst, en við fórum herfilega af stað á þessu tímabili en við vitum hversu góðir við erum og það er mjög ánægjulegt að geta sýnt það loks hér í dag. Það er gott að líta loksins á töfluna og vera ekki neðstir,“ segir Víðir. Hann segir að samt sem áður sem mjög mikið verk eftir óunnið. „Þessir leikir eru samt ótrúlega mikilvægir, þessir sex stiga leikir og við verðum einfaldlega að klára þá.“Hemmi í kvöldvísirVíðir í leiknum í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira