Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Una Sighvatsdóttir skrifar 11. júlí 2016 19:30 Jón Gunnarsson segir að enn sé verið að ákveða hvernig útfæra megi búvörusamninga þannig að sátt náist um málið. Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi." Kosningar 2016 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi."
Kosningar 2016 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent