Auðveldasta ákvörðun ársins á Jamaíka: Völdu Bolt í ÓL-liðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 12:00 Usain Bolt. Vísir/Getty Sexfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt verður í Ólympíuliði Jamaíka í Ríó en Ólympíuleikarnir fara fram í brasilísku borginni í næsta mánuði. Flestir myndu nú líta á það sem auðveldustu ákvörðunina sem verður tekin á Jamaíka á þessu ári en meiðsli kappans á úrtökumótinu settu hinsvegar smá óvissu í málið. Hinn 29 ára gamli Usain Bolt, sem hefur unnið 100 metra hlaupið og 200 metra hlaupið á síðustu tveimur leikum mun hinsvegar fá tækifæri til að verja titlana sína í Ríó. Usain Bolt verður hluti af 63 manna Ólympíuliði Jamaíku en hann var einn af fjórum liðsmönnum þess sem fengu smá sérmeðferð vegna meiðsla. Líkt og hjá sterkum frjálsíþróttalandsliðum eins og Bandaríkjunum þá eru margir Jamaíkamenn sem ná lágmörkum inn á leikana. Það fara því fram úrtökumót til að finna þá bestu til að keppa fyrir sína þjóð á leikunum. Bolt meiddist aftan í læri í fyrstu umferð 100 metra hlaupsins á úrtökumótinu í Kingston en hélt áfram. Hann hætti hinsvegar keppni eftir að hafa unnið undanúrslitariðilinn sinn. Meiðsli Usain Bolt voru ekki alvarleg en hann vildi greinilega ekki taka neina áhættu enda stutt í Ólympíuleikanna. Hann er stærsta íþróttahetja þjóðar sinnar og því kannski ekkert skrýtið að hann fái smá sérmeðferð. Heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupum stefnir að því að ná magnaðri gullþrennu með því að vinna báðar þessar greinar á þremur leikum í röð. Eitt er víst að heimurinn mun fylgjast spenntur með því hvort það takist hjá honum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Sexfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt verður í Ólympíuliði Jamaíka í Ríó en Ólympíuleikarnir fara fram í brasilísku borginni í næsta mánuði. Flestir myndu nú líta á það sem auðveldustu ákvörðunina sem verður tekin á Jamaíka á þessu ári en meiðsli kappans á úrtökumótinu settu hinsvegar smá óvissu í málið. Hinn 29 ára gamli Usain Bolt, sem hefur unnið 100 metra hlaupið og 200 metra hlaupið á síðustu tveimur leikum mun hinsvegar fá tækifæri til að verja titlana sína í Ríó. Usain Bolt verður hluti af 63 manna Ólympíuliði Jamaíku en hann var einn af fjórum liðsmönnum þess sem fengu smá sérmeðferð vegna meiðsla. Líkt og hjá sterkum frjálsíþróttalandsliðum eins og Bandaríkjunum þá eru margir Jamaíkamenn sem ná lágmörkum inn á leikana. Það fara því fram úrtökumót til að finna þá bestu til að keppa fyrir sína þjóð á leikunum. Bolt meiddist aftan í læri í fyrstu umferð 100 metra hlaupsins á úrtökumótinu í Kingston en hélt áfram. Hann hætti hinsvegar keppni eftir að hafa unnið undanúrslitariðilinn sinn. Meiðsli Usain Bolt voru ekki alvarleg en hann vildi greinilega ekki taka neina áhættu enda stutt í Ólympíuleikanna. Hann er stærsta íþróttahetja þjóðar sinnar og því kannski ekkert skrýtið að hann fái smá sérmeðferð. Heimsmethafinn í 100 og 200 metra hlaupum stefnir að því að ná magnaðri gullþrennu með því að vinna báðar þessar greinar á þremur leikum í röð. Eitt er víst að heimurinn mun fylgjast spenntur með því hvort það takist hjá honum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira