Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. júlí 2016 14:23 Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“ Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“
Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31