Lífið

Íslenska víkingaklappið notað í danskt teknólag

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Huh! Teknó teknó!
Huh! Teknó teknó! Vísir/Vilhelm
Það hlaut að koma að því. Nú er búið að gera lag þar sem stuðst er við hljóðupptökur af íslenska Víkingaklappinu af EM. Lagið hefur þegar hlotið útgáfu í gegnum netveitur á borð við Spotify, Google Play og Tidal. Auk þess hefur danski tónlistarmaðurinn Morten Hampenberg sem kallar sig MooDii klippt saman stutt vídjó við lag sitt af sjónvarpsefni frá EM og upptökum frá því þegar tekið Íslendingar tóku á móti strákunum okkar á Arnarhóli eftir frábært gengi í keppninni.

Lagið er í 31. sæti á danska iTunes listanum og er víst einnig notað af danska handboltasambandinu í leikjum þarlendis í valin skipti eftir að mark hefur verið skorað.

Kynningarmyndbandið við lagið má sjá hér fyrir neðan en nálgast má fulla útgáfu af laginu á síðu hins danska MooDii.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.