Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 07:00 Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent. Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Viðsnúningur hefur orðið hjá japanska leikjaframleiðandanum Nintendo. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur rokið upp síðustu sex daga um 63 prósent. Þar af hækkaði gengi hlutabréfa um 24,5 prósent í viðskiptum á mánudag og 12,8 prósent á þriðjudag. Hlutabréfahækkunin hefur leitt til þess að markaðsvirði fyrirtækisins hefur aukist um rúmlega níu milljarða dollara, eða 1.100 milljarða íslenskra króna, og nemur nú jafnvirði 3.800 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfahækkunin á mánudag var sú hæsta á einum degi hjá fyrirtækinu síðan árið 1983, þegar Nintendo Entertainment System fór á markað. Líklega má rekja hækkunina til vinsælda nýja snjallsímaleiksins Pokémon GO, sem gefinn var út þann 6. júlí síðastliðinn. Nintendo á 33 prósenta eignarhlut í Pokémon-fyrirtækinu og á hlut í Niantic sem þróaði Pokémon GO. Í frétt BBC um málið segir að leikurinn hafi verið vinsælasta smáforritið í Bandaríkjunum þegar hann var gefinn út í síðustu viku. Í leiknum þurfa notendur að finna Pokémon-dýr eins og Pikachu á alvöru staðsetningum. Milljónir hafa nú þegar náð sér í leikinn. Fleiri Android-notendur eru með leikinn á símanum sínum en stefnumótaapppið Tinder, samkvæmt gögnum frá Similar Web. Ókeypis er að ná sér í leikinn en hins vegar er hægt að kaupa auka PokéBalls og aðrar vörur í appinu. Pokémon GO hefur einungis verið gefinn út í Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi hingað til, hins vegar hafa notendur fundið aðrar leiðir til að spila hann í öðrum löndum, til dæmis á Íslandi. Hlutabréf í Nintendo hafa verið á niðurleið frá því í október á síðasta ári en eru nú á sama stað og fyrir ári. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Deutsche Bank hvetji fjárfesta til að kaupa bréf í Nintendo og segja að næstu leikir fyrir snjallsíma úr smiðju Nintendo sem væntanlegir eru á næsta ári; Zelda, Animal Crossing og Fire Emblem, muni líklega slá met Pokémon GO í vinsældum. Á síðustu fimmtán árum náðu hlutabréf í Nintendo mestum vexti frá 2006 til 2007 en árið 2006 kom út ein vinsælasta varan í sögu fyrirtækisins, leikjatölvan Nintendo Wii. Frá 2007 hefur gengi hlutabréfa hins vegar lækkað verulega, eða um 71 prósent.
Pokemon Go Tengdar fréttir Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hlutabréf í Nintendo rjúka upp Hlutabréf í Nintendo hækkuðu um 24,5 prósent í viðskiptum í dag. 11. júlí 2016 09:26