AGS metur mögulegar endurheimtur ríkisins vegna hrunsins meiri en áður var talið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 15:27 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“ Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“
Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira
Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00
Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14