AGS metur mögulegar endurheimtur ríkisins vegna hrunsins meiri en áður var talið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 15:27 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“ Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“
Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00
Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14