Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Lars Lagerbäck kveður íslenska karlalandsliðið í betri stöðu en það hefur nokkurn tímann verið á FIFA-listanum og það afrek verður enn meira þegar staðan í dag er borin saman við stöðuna fyrir rétt tæpum 48 mánuðum. Íslenska liðið hefur farið upp fyrir 109 þjóðir á listanum á þessum tíma. Liðið fór hratt upp listann til að byrja með, þökk sé frábærum sigrum í undankeppni HM 2014 og tók nú sögulegt stökk á nýjasta listanum eftir eftirminnilega frammistöðu sína á EM í Frakklandi.Enn ein sönnunin Það verður alltaf erfiðara að hækka sig þegar liðið er komið í hóp 40 bestu knattspyrnuþjóða heims og tólf sæta stökkið í gær er enn ein sönnun þess hversu magnað sumarið 2016 var fyrir íslenskan fótbolta. Fyrir tæpum fimmtán hundruð dögum var Svíinn Lars Lagerbäck að undirbúa íslenska landsliðið fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið hafði aðeins unnið fimm af síðustu 38 leikjum sínum í undankeppni HM eða EM og sat þarna í 130. sæti FIFA-listans. Lagerbäck tók við liðinu í árslok 2011 og stýrði því í fjórum vináttuleikjum um veturinn og vorið sem allir töpuðust. Liðið féll niður um tæp 30 sæti á þessum fyrstu átta mánuðum Lars í starfi enda var sá sænski að prófa sig áfram og leita að sínu liði. Það varð fljótlega til sú skemmtilega hefð hjá Lagerbäck að ná miklu betri árangri í keppnisleikjum en í vináttuleikjunum þar sem úrslitin skiptu litlu sem engu máli.120 sætum neðar en Danir FIFA-listinn kom út 8. ágúst 2012 og Ísland var 120 sætum neðar en Danmörk. Fram undan var leikur á móti Norðmönnum í undankeppni EM í september en norska liðið var 105 sætum ofar en Ísland á þessum haustlista eða í 25. sæti FIFA-listans. Ísland vann vináttuleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Færeyingar voru þá bara 23 sætum á eftir Íslandi á listanum. Íslenska liðið fagnaði síðan 2-0 sigri á Noregi í fyrsta leik undankeppni HM 2014 og fékk því sannkallaða draumabyrjun. Við tóku ótrúleg fjögur ár þar sem hróður Íslands jókst innan fótboltaheimsins og miðar á landsleikina seldust upp á mettíma. Íslendingar voru orðnir stoltir af landsliðinu sínu og með alla jákvæðnina í farteskinu lagði liðið af stað í mikið ævintýri. Tveir sigrar á bronsliði Hollendinga frá síðustu heimsmeistarakeppni tryggðu íslenska liðið inn á sitt fyrsta stórmót. Strákarnir létu ekki þar við sitja heldur mættu á Evrópumótið í Frakklandi til að gera alvöru hluti. Íslenska liðið tryggði sér sigur á Austurríki í uppbótartíma í lokaleik riðilsins og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum. Þrátt fyrir 5-2 tap á móti Frökkum í átta liða úrslitunum stóð íslenska liðið uppi sem einn af sigurvegurum mótsins. Víkingaklappið og frammistaða íslensku áhorfendanna átti mikinn þátt í því en það var táknmynd þess sem hafði breyst hvað mest í þjálfaratíð Lars Lagerbäck. Nú voru allir í sama fótboltaliðinu og íslensku strákarnir fengu nú ómetanlega stuðning í gegnum súrt og sætt í stað þess að spila fyrir hálftómum Laugardalsvellinum þegar verst gekk fyrir nokkrum árum.Langbestir á Norðurlöndum Íslenska liðið er nú langbesta liðið á Norðurlöndum, átján sætum ofar en Svíar sem koma næstir. Þetta eru mestu yfirburðir meðal Norðurlandaþjóða í sjö ár eða síðan Danir voru síðast í hópi tíu bestu knattspyrnuþjóða heimsins haustið 2009. Íslenska liðinu tókst að hoppa upp um 109 sæti á FIFA-listanum á tæpum 48 mánuðum og þetta hljóta að vera einhver ótrúlegustu fjögur ár þjóðar í sögu FIFA-listans. Fréttablaðið tók það saman hvaða 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir í rússíbanareið íslenska liðsins inn í hóp 22 bestu knattspyrnuþjóða heims. Það er langur lestur að fara í gegnum listann en um leið afar athyglisverður. Heimskortið hér á síðunni segir þessa sögu af hraðferð íslenska liðsins upp heimslistann á myndrænan hátt. Afríkuríkið Níger situr nú í umræddu 130. sæti og hver veit nema mennirnir á skrifstofu sambandsins séu nú að leita að símanúmeri Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Lars Lagerbäck kveður íslenska karlalandsliðið í betri stöðu en það hefur nokkurn tímann verið á FIFA-listanum og það afrek verður enn meira þegar staðan í dag er borin saman við stöðuna fyrir rétt tæpum 48 mánuðum. Íslenska liðið hefur farið upp fyrir 109 þjóðir á listanum á þessum tíma. Liðið fór hratt upp listann til að byrja með, þökk sé frábærum sigrum í undankeppni HM 2014 og tók nú sögulegt stökk á nýjasta listanum eftir eftirminnilega frammistöðu sína á EM í Frakklandi.Enn ein sönnunin Það verður alltaf erfiðara að hækka sig þegar liðið er komið í hóp 40 bestu knattspyrnuþjóða heims og tólf sæta stökkið í gær er enn ein sönnun þess hversu magnað sumarið 2016 var fyrir íslenskan fótbolta. Fyrir tæpum fimmtán hundruð dögum var Svíinn Lars Lagerbäck að undirbúa íslenska landsliðið fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið hafði aðeins unnið fimm af síðustu 38 leikjum sínum í undankeppni HM eða EM og sat þarna í 130. sæti FIFA-listans. Lagerbäck tók við liðinu í árslok 2011 og stýrði því í fjórum vináttuleikjum um veturinn og vorið sem allir töpuðust. Liðið féll niður um tæp 30 sæti á þessum fyrstu átta mánuðum Lars í starfi enda var sá sænski að prófa sig áfram og leita að sínu liði. Það varð fljótlega til sú skemmtilega hefð hjá Lagerbäck að ná miklu betri árangri í keppnisleikjum en í vináttuleikjunum þar sem úrslitin skiptu litlu sem engu máli.120 sætum neðar en Danir FIFA-listinn kom út 8. ágúst 2012 og Ísland var 120 sætum neðar en Danmörk. Fram undan var leikur á móti Norðmönnum í undankeppni EM í september en norska liðið var 105 sætum ofar en Ísland á þessum haustlista eða í 25. sæti FIFA-listans. Ísland vann vináttuleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Færeyingar voru þá bara 23 sætum á eftir Íslandi á listanum. Íslenska liðið fagnaði síðan 2-0 sigri á Noregi í fyrsta leik undankeppni HM 2014 og fékk því sannkallaða draumabyrjun. Við tóku ótrúleg fjögur ár þar sem hróður Íslands jókst innan fótboltaheimsins og miðar á landsleikina seldust upp á mettíma. Íslendingar voru orðnir stoltir af landsliðinu sínu og með alla jákvæðnina í farteskinu lagði liðið af stað í mikið ævintýri. Tveir sigrar á bronsliði Hollendinga frá síðustu heimsmeistarakeppni tryggðu íslenska liðið inn á sitt fyrsta stórmót. Strákarnir létu ekki þar við sitja heldur mættu á Evrópumótið í Frakklandi til að gera alvöru hluti. Íslenska liðið tryggði sér sigur á Austurríki í uppbótartíma í lokaleik riðilsins og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum. Þrátt fyrir 5-2 tap á móti Frökkum í átta liða úrslitunum stóð íslenska liðið uppi sem einn af sigurvegurum mótsins. Víkingaklappið og frammistaða íslensku áhorfendanna átti mikinn þátt í því en það var táknmynd þess sem hafði breyst hvað mest í þjálfaratíð Lars Lagerbäck. Nú voru allir í sama fótboltaliðinu og íslensku strákarnir fengu nú ómetanlega stuðning í gegnum súrt og sætt í stað þess að spila fyrir hálftómum Laugardalsvellinum þegar verst gekk fyrir nokkrum árum.Langbestir á Norðurlöndum Íslenska liðið er nú langbesta liðið á Norðurlöndum, átján sætum ofar en Svíar sem koma næstir. Þetta eru mestu yfirburðir meðal Norðurlandaþjóða í sjö ár eða síðan Danir voru síðast í hópi tíu bestu knattspyrnuþjóða heimsins haustið 2009. Íslenska liðinu tókst að hoppa upp um 109 sæti á FIFA-listanum á tæpum 48 mánuðum og þetta hljóta að vera einhver ótrúlegustu fjögur ár þjóðar í sögu FIFA-listans. Fréttablaðið tók það saman hvaða 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir í rússíbanareið íslenska liðsins inn í hóp 22 bestu knattspyrnuþjóða heims. Það er langur lestur að fara í gegnum listann en um leið afar athyglisverður. Heimskortið hér á síðunni segir þessa sögu af hraðferð íslenska liðsins upp heimslistann á myndrænan hátt. Afríkuríkið Níger situr nú í umræddu 130. sæti og hver veit nema mennirnir á skrifstofu sambandsins séu nú að leita að símanúmeri Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira