Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2016 08:31 Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn. Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn.
Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58