Aron Einar segist vera búinn að vera ofan í helli síðan EM lauk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 09:30 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er búinn með fríið sitt eftir EM í Frakklandi og er á leiðinni til æfinga í Cardiff eftir helgi. Aron Einar fær því ekki marga daga frí eftir erfitt Evrópumót þar sem hann gaf allt sitt í fimm leiki íslenska liðsins. Aron Einar talar um það hafa verið andlega búinn eftir Evrópumótið í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Maður er í rauninni búinn að vera ofan í helli frá því Evrópumótinu lauk. Ég var andlega búinn eftir mótið en maður fórnar því alveg fyrir þessa velgengni," sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu. „Skrokkurinn er allt í lagi. Það eru pústrar hingað og þangað en ekkert alvarlegt," sagði Aron Einar sem var tæpur fyrir flesta leiki íslenska liðsins á EM í Frakklandi. Aron Einar er ekki öruggur um að spila með Cardiff á komandi tímabili þótt að hann hefji æfingar með liðinu á mánudaginn. „Það hafa borist einhver tilboð frá liðum á Englandi og utan þess en ég er ekkert að stressa mig á því. Ég ætlar ekkert að hoppa á fyrsta boð en þetta kemur til með að skýrast á næstunni. Ég fékk ágæta umfjöllun á Evrópumótinu og eðlilegt að einhver áhugi hafi vaknað en ég ætla bara að fara yfir mín mál í rólegheitunum," sagði Aron Einar. Aron Einar sagði líka frá því að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að endurhlaða sig andlega eftir EM í Frakklandi. „Ég vildi stimpla mig aðeins út úr boltanum eftir EM, fá mitt frí og hlaða andlegu hliðina. Það er mikilvægt svo maður verði ekki leiðir á þessu," sagði Aron Einar í fyrrnefndi viðtali við Guðmund Hilmarsson.Aron Einar Gunnarsson með fjölskyldu sinni.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er búinn með fríið sitt eftir EM í Frakklandi og er á leiðinni til æfinga í Cardiff eftir helgi. Aron Einar fær því ekki marga daga frí eftir erfitt Evrópumót þar sem hann gaf allt sitt í fimm leiki íslenska liðsins. Aron Einar talar um það hafa verið andlega búinn eftir Evrópumótið í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Maður er í rauninni búinn að vera ofan í helli frá því Evrópumótinu lauk. Ég var andlega búinn eftir mótið en maður fórnar því alveg fyrir þessa velgengni," sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu. „Skrokkurinn er allt í lagi. Það eru pústrar hingað og þangað en ekkert alvarlegt," sagði Aron Einar sem var tæpur fyrir flesta leiki íslenska liðsins á EM í Frakklandi. Aron Einar er ekki öruggur um að spila með Cardiff á komandi tímabili þótt að hann hefji æfingar með liðinu á mánudaginn. „Það hafa borist einhver tilboð frá liðum á Englandi og utan þess en ég er ekkert að stressa mig á því. Ég ætlar ekkert að hoppa á fyrsta boð en þetta kemur til með að skýrast á næstunni. Ég fékk ágæta umfjöllun á Evrópumótinu og eðlilegt að einhver áhugi hafi vaknað en ég ætla bara að fara yfir mín mál í rólegheitunum," sagði Aron Einar. Aron Einar sagði líka frá því að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að endurhlaða sig andlega eftir EM í Frakklandi. „Ég vildi stimpla mig aðeins út úr boltanum eftir EM, fá mitt frí og hlaða andlegu hliðina. Það er mikilvægt svo maður verði ekki leiðir á þessu," sagði Aron Einar í fyrrnefndi viðtali við Guðmund Hilmarsson.Aron Einar Gunnarsson með fjölskyldu sinni.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira