Segir samherja sinn í Fram hafa grafið undan sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2016 15:59 Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram, Ásmundur Arnarsson í miðjunni og Ingólfur lengst til hægri. myndir/fram Furðulegt mál er komið upp í herbúðum Fram í Inkasso-deildinni í fótbolta. Ingólfur Sigurðsson, miðjumaður liðsins, hefur fengið þau skilaboð frá liðinu að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann er sagður svo slæmur í hóp. „Ég er tekinn á fund í gær og tjáð félagið vilji losa sig við mig undir eins og ástæðan er fyrir því að ég væri svo slæmur í hópnum,“ segir Ingólfur í viðtali við 433.is sem greinir frá málinu. Ingólfur þvertekur fyrir að hann sé slæmur í hóp. Hann segist eiga í góðu sambandi við liðsfélaga sína og þjálfara og að allir þeir leikmenn sem hann hafi talað við um málið kannist ekki við neitt. Hann sakar Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að grafa undan sér. „Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli Magnússon hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt og alvarlegt mál. Það er verið að saka mig um að vera ekki fagmaður,“ segir Ingólfur. Í viðtali við Fótbolti.net segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, að það sé rétt að Ingólfur þurfi nú að leita sér að nýju liði því hann er ekki í framtíðarplönum Fram. Hann segir þó að engin slík ákvörðun sé tekin út frá einum manni [Hlyni Atla] eins og Ingólfur vill meina. „Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því,“ segir Ásmundur Arnarsson. Fram er í sjöunda sæti Inkasso-deildar karla með þrettán stig eftir tíu umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Furðulegt mál er komið upp í herbúðum Fram í Inkasso-deildinni í fótbolta. Ingólfur Sigurðsson, miðjumaður liðsins, hefur fengið þau skilaboð frá liðinu að hann þurfi að finna sér nýtt lið því hann er sagður svo slæmur í hóp. „Ég er tekinn á fund í gær og tjáð félagið vilji losa sig við mig undir eins og ástæðan er fyrir því að ég væri svo slæmur í hópnum,“ segir Ingólfur í viðtali við 433.is sem greinir frá málinu. Ingólfur þvertekur fyrir að hann sé slæmur í hóp. Hann segist eiga í góðu sambandi við liðsfélaga sína og þjálfara og að allir þeir leikmenn sem hann hafi talað við um málið kannist ekki við neitt. Hann sakar Hlyn Atla Magnússon, samherja sinn, um að grafa undan sér. „Það eina sem hefur komið upp úr krafsinu er að Hlynur Atli Magnússon hafi rætt við þjálfarann og haldið þessu fram, ekki neinn leikmaður kannast við að hafa rætt við Hlyn. Hann er ekki fyrirliði liðsins og hingað til hafa menn ekki leitast eftir því að fara í trúnaðarsamtöl við hann. Mér þykir þetta rosalega leiðinlegt og alvarlegt mál. Það er verið að saka mig um að vera ekki fagmaður,“ segir Ingólfur. Í viðtali við Fótbolti.net segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, að það sé rétt að Ingólfur þurfi nú að leita sér að nýju liði því hann er ekki í framtíðarplönum Fram. Hann segir þó að engin slík ákvörðun sé tekin út frá einum manni [Hlyni Atla] eins og Ingólfur vill meina. „Við horfum yfir sviðið og reynum að taka ákvarðanir með hag liðsins og félagsins í huga. Meira vil ég ekki segja. Mér er illa við að vera í persónulegu skítkasti opinberlega og vill ekki hallmæla Ingólfi opinberlega með neinum hætti. Þetta er ákvörðun sem við tökum og verðum að standa og falla með því,“ segir Ásmundur Arnarsson. Fram er í sjöunda sæti Inkasso-deildar karla með þrettán stig eftir tíu umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira