Landsliðsþjálfarinn kíkti á tennur fyrirliðans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2016 18:50 Davíð Þór Viðarsson í leik með FH. vísir/vilhelm „Þetta var jafn leikur og við komum með ákveðið skipulag í hann sem gekk þokkalega upp,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir jafntefli FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. „Við komumst yfir og vorum með leikinn „undir kontról“. Það var síðan blanda af kæruleysi og óheppni hvernig þetta jöfnunarmark kom.“ Þetta var fjórða jafntefli FH í Pepsi-deildinni í sumar en í öllum tilvikum hefur liðið fengið mark á sig á lokamínútunum og misst þannig af stigum. „Það er á hreinu að við höfum tapað einhverjum átta stigum á lokamínútunum í sumar og það er eitthvað sem við verðum að stoppa.“ Síðasti leikur liðsins var einnig jafnteflisleikur en hann fór fram í Írlandi gegn Dundalk í undankeppni Meistaradeildarinnar. Að sögn fyrirliðans var ekki um neina Evrópuþreytu að ræða. „Það er engin afsökun. Við erum vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma árs. Við bara misstum taktinn og náðum ekki að halda boltanum eins vel og við vildum. Síðan verðum við að halda einbeitingu í níutíu mínútur og leyfa boltanum að ganga oftar en þrisvar á milli manna.“ Undir lok síðari hálfleiks fékk Davíð aðhlynningu eftir að hafa skallað saman við leikmann ÍBV. Eftir leik fékk hann landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, til að skoða tennurnar í sér. „Það losnuðu aðeins framtennur við höggið. Ég fer og læt kíkja á þetta. Heimir sagði þetta væri ekkert alvarlegt svo ég slepp við rótarfyllingu,“ sagði Davíð að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og við komum með ákveðið skipulag í hann sem gekk þokkalega upp,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir jafntefli FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. „Við komumst yfir og vorum með leikinn „undir kontról“. Það var síðan blanda af kæruleysi og óheppni hvernig þetta jöfnunarmark kom.“ Þetta var fjórða jafntefli FH í Pepsi-deildinni í sumar en í öllum tilvikum hefur liðið fengið mark á sig á lokamínútunum og misst þannig af stigum. „Það er á hreinu að við höfum tapað einhverjum átta stigum á lokamínútunum í sumar og það er eitthvað sem við verðum að stoppa.“ Síðasti leikur liðsins var einnig jafnteflisleikur en hann fór fram í Írlandi gegn Dundalk í undankeppni Meistaradeildarinnar. Að sögn fyrirliðans var ekki um neina Evrópuþreytu að ræða. „Það er engin afsökun. Við erum vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma árs. Við bara misstum taktinn og náðum ekki að halda boltanum eins vel og við vildum. Síðan verðum við að halda einbeitingu í níutíu mínútur og leyfa boltanum að ganga oftar en þrisvar á milli manna.“ Undir lok síðari hálfleiks fékk Davíð aðhlynningu eftir að hafa skallað saman við leikmann ÍBV. Eftir leik fékk hann landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, til að skoða tennurnar í sér. „Það losnuðu aðeins framtennur við höggið. Ég fer og læt kíkja á þetta. Heimir sagði þetta væri ekkert alvarlegt svo ég slepp við rótarfyllingu,“ sagði Davíð að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Taplausa hrina FH lengdist og ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrinu. 16. júlí 2016 19:30