Þúsundir Pokémon-spilara flykktust í Central Park í leit að sjaldgæfu skrímsli Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2016 10:12 Pokémon-spilarar í leit að Vaperon í Central Park. YouTube. Það er fátt eins vinsælt í dag og Pokémon Go-leikurinn og hafa notendur hans fundið áður óþekktan tilgang í lífinu. Leikurinn notast við GPS-kerfi síma og staðsetur þannig stafræn-skrímsli í nærumhverfi notenda sem sjást á gangi á ótrúlegustu stöðum í leitinni. Miðlar ytra hafa sagt fréttir af tveimur leikmönnum sem voru svo niðursokknir í leikinn að þeir gengu fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag. Fallið var um 20 metrar en þeir eru sagðir hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Þá var fjórum táningum bjargað eftir að hafa týnst í sex klukkustundir í námu í Wiltshire í Bretlandi en þangað höfðu þeir farið í leit að Pokémonum. Á fimmtudag streymdu þúsundir leikmanna í Central Park í New York í leit að sjaldgæfum Pokémon-a, Vaporeon, sem birtist óvænt í garðinum.Á laugardag var leikurinn gerður aðgengilegur íbúum í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Grænlandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss í gegnum Google Play Store og Apple App Store. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust mörg þúsund notenda við leikinn en netþjónar réðu hins vegar ekki við þennan fjölda og lá því leikurinn niðri mörgum stundum. Framleiðandi leiksins, Niantic, er sagður hafa farið fram úr sér með því að dreifa leiknum svo víða en á móti hafa framleiðendurnir sagst aldrei hafa búist við svo góðum viðtökum. Á meðan flestir eru ánægðir með að þessi leikur fái notendur til að hreyfa sig þá hafa nokkrir varað við notkun hans. Lögreglan í Bretlandi telur til að mynda þennan leik vera vopn í höndum glæpamanna sem ásælast verðmæta síma notenda. Fyrirtæki hafa notað leikinn til að lokka fólk inn í verslanir og veitingastaðir. Í leiknum sjálfum er hægt að leggja beitu fyrir Pokémon-skrímslin til að fá þau til að birtast á ýmsum stöðum. Fyrir það þarf að borga og hafa ýmis veitingastaðir og verslanir nýtt þennan möguleika til að láta skrímslin birtast fyrir utan sín fyrirtæki og fá þannig viðskiptavini. Þá hafa leikmenn verið bent á að spila ekki leikinn undir stýri og þar á meðal tryggingafélagið Sjóvá um liðna helgi. Pokemon Go Tengdar fréttir MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30 Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25 Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Það er fátt eins vinsælt í dag og Pokémon Go-leikurinn og hafa notendur hans fundið áður óþekktan tilgang í lífinu. Leikurinn notast við GPS-kerfi síma og staðsetur þannig stafræn-skrímsli í nærumhverfi notenda sem sjást á gangi á ótrúlegustu stöðum í leitinni. Miðlar ytra hafa sagt fréttir af tveimur leikmönnum sem voru svo niðursokknir í leikinn að þeir gengu fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag. Fallið var um 20 metrar en þeir eru sagðir hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Þá var fjórum táningum bjargað eftir að hafa týnst í sex klukkustundir í námu í Wiltshire í Bretlandi en þangað höfðu þeir farið í leit að Pokémonum. Á fimmtudag streymdu þúsundir leikmanna í Central Park í New York í leit að sjaldgæfum Pokémon-a, Vaporeon, sem birtist óvænt í garðinum.Á laugardag var leikurinn gerður aðgengilegur íbúum í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Grænlandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss í gegnum Google Play Store og Apple App Store. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust mörg þúsund notenda við leikinn en netþjónar réðu hins vegar ekki við þennan fjölda og lá því leikurinn niðri mörgum stundum. Framleiðandi leiksins, Niantic, er sagður hafa farið fram úr sér með því að dreifa leiknum svo víða en á móti hafa framleiðendurnir sagst aldrei hafa búist við svo góðum viðtökum. Á meðan flestir eru ánægðir með að þessi leikur fái notendur til að hreyfa sig þá hafa nokkrir varað við notkun hans. Lögreglan í Bretlandi telur til að mynda þennan leik vera vopn í höndum glæpamanna sem ásælast verðmæta síma notenda. Fyrirtæki hafa notað leikinn til að lokka fólk inn í verslanir og veitingastaðir. Í leiknum sjálfum er hægt að leggja beitu fyrir Pokémon-skrímslin til að fá þau til að birtast á ýmsum stöðum. Fyrir það þarf að borga og hafa ýmis veitingastaðir og verslanir nýtt þennan möguleika til að láta skrímslin birtast fyrir utan sín fyrirtæki og fá þannig viðskiptavini. Þá hafa leikmenn verið bent á að spila ekki leikinn undir stýri og þar á meðal tryggingafélagið Sjóvá um liðna helgi.
Pokemon Go Tengdar fréttir MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30 Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25 Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30
Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25
Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36
Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00
Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00
Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16
Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45