EM dagbók: Velja orðin vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 08:00 Vísir/Getty Ósjaldan hafa heyrst spurningar á blaðamannafundum í Frakklandi um hvernig mönnum hugnast hugsanlegir andstæðingar í útsláttarkeppninni. Ég heyrði þá spurningu fyrst eftir leik Englands og Slóvakíu í riðlakeppninni, er ungverskur blaðamaður spurði Roy Hodgson hvernig honum litist nú á að spila gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum ef það yrði raunin. Það varð auðvitað alls ekki raunin. Ekki frekar en þegar Patrice Evra var spurður af enskum blaðamanni hvernig honum myndi nú hugnast að Frakkland og England myndu mætast í 8-liða úrslitunum, áður en leikur Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum fór fram. Svar Patrice Evra vakti verðskuldaða athygli enda bað hann blaðamanninn um að gera ekki endilega ráð fyrir því að England myndi vinna Ísland. Að leyfa leiknum að minnsta kosti að fara fram fyrst. Evra rifjaði upp þessi ummæli á blaðamannafundi í gær og bætti við að þó svo að Frakklandi ætlaði sér vitaskuld að vinna sigur á Íslandi í 8-liða úrslitunum bæri hann og franska liðið virðingu fyrir íslenska liðinu. Það hafi svo enn fremur farið í taugarnar á honum þegar þeir sem fjölluðu um leikinn hafi fremur gert lítið úr frammistöðu íslenska liðsins með því að segja hversu lélegir Englendingar voru í leiknum. Oftast er það engin tilviljun hvað menn láta út úr sér á blaðamannafundum, sérstaklega á við jafn stór tilefni og fyrir leik í 8-liða úrslitum á stórmóti. Ekki alltaf, en oftast. Orð sem menn velja sér móta ákveðna nálgun þeirra á leikinn, hvort sem er um hreinræktaðan sálfræðihernað að ræða eða lýsa því viðhorfi sem viðkomandi leikmaður eða þjálfari vill tileinka sér. Tökum sem dæmi ummælin sem Cristiano Ronaldo lét út úr sér eftir jafntefli Íslands og Portúgals. Sá leikur virðist reyndar í órafjarlægð í minningunni, svo mikið hefur gerst síðan þá. En sú vanvirðing sem orð Ronaldo um fögnuð íslenska liðsins [Þeir munu aldrei vinna neitt] fólu í sér eru enn framarlega í huga fólks, ekki síst eftir velgengni íslenska liðsins síðan að sá leikur fór fram. Sjálfsagt er Ronaldo alveg sama um hvað öðrum finnst um hann og það sem hann hefur að segja. Það breytir því ekki að þessi ummæli gerðu lítið til að hækka almenningsálitið á honum og portúgalska liðinu. Með ummælum sínum í gær sýndi Evra íslenska liðinu virðingu og fyrir það ber að hrósa. Enda veit hann sem er að það væri algert glapræði að bera olíu að íslenska eldinum með vanhugsuðum ummælum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ósjaldan hafa heyrst spurningar á blaðamannafundum í Frakklandi um hvernig mönnum hugnast hugsanlegir andstæðingar í útsláttarkeppninni. Ég heyrði þá spurningu fyrst eftir leik Englands og Slóvakíu í riðlakeppninni, er ungverskur blaðamaður spurði Roy Hodgson hvernig honum litist nú á að spila gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum ef það yrði raunin. Það varð auðvitað alls ekki raunin. Ekki frekar en þegar Patrice Evra var spurður af enskum blaðamanni hvernig honum myndi nú hugnast að Frakkland og England myndu mætast í 8-liða úrslitunum, áður en leikur Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum fór fram. Svar Patrice Evra vakti verðskuldaða athygli enda bað hann blaðamanninn um að gera ekki endilega ráð fyrir því að England myndi vinna Ísland. Að leyfa leiknum að minnsta kosti að fara fram fyrst. Evra rifjaði upp þessi ummæli á blaðamannafundi í gær og bætti við að þó svo að Frakklandi ætlaði sér vitaskuld að vinna sigur á Íslandi í 8-liða úrslitunum bæri hann og franska liðið virðingu fyrir íslenska liðinu. Það hafi svo enn fremur farið í taugarnar á honum þegar þeir sem fjölluðu um leikinn hafi fremur gert lítið úr frammistöðu íslenska liðsins með því að segja hversu lélegir Englendingar voru í leiknum. Oftast er það engin tilviljun hvað menn láta út úr sér á blaðamannafundum, sérstaklega á við jafn stór tilefni og fyrir leik í 8-liða úrslitum á stórmóti. Ekki alltaf, en oftast. Orð sem menn velja sér móta ákveðna nálgun þeirra á leikinn, hvort sem er um hreinræktaðan sálfræðihernað að ræða eða lýsa því viðhorfi sem viðkomandi leikmaður eða þjálfari vill tileinka sér. Tökum sem dæmi ummælin sem Cristiano Ronaldo lét út úr sér eftir jafntefli Íslands og Portúgals. Sá leikur virðist reyndar í órafjarlægð í minningunni, svo mikið hefur gerst síðan þá. En sú vanvirðing sem orð Ronaldo um fögnuð íslenska liðsins [Þeir munu aldrei vinna neitt] fólu í sér eru enn framarlega í huga fólks, ekki síst eftir velgengni íslenska liðsins síðan að sá leikur fór fram. Sjálfsagt er Ronaldo alveg sama um hvað öðrum finnst um hann og það sem hann hefur að segja. Það breytir því ekki að þessi ummæli gerðu lítið til að hækka almenningsálitið á honum og portúgalska liðinu. Með ummælum sínum í gær sýndi Evra íslenska liðinu virðingu og fyrir það ber að hrósa. Enda veit hann sem er að það væri algert glapræði að bera olíu að íslenska eldinum með vanhugsuðum ummælum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55