Lagerbäck: Við verðum ekki undir í baráttunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 20:30 Lars Lagerbäck segir ljóst að öll lið séu með veikleika en að það sé erfitt að finna þá í franska landsliðinu, sem verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudag. „Frakkar eru með mikla og góða hlaupagetu í sínum liði og sterkir í návígjum,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. „En eins og við höfum séð þá verður þetta áhugaverður slagur. En það kæmi mér á óvart ef að myndum tapa fyrir þeim út af þeir hafa betur gegn okkur út af líkamlegum eða andlegum styrk. Ég er ekki viss um að þessir strákar kunni að tapa slíkum baráttum,“ sagði þjálfarinn. Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í stóru hlutverki með íslenska liðinu á EM og hann á von á öðruvísi og erfiðari leik gegn Frakklandi en Englandi. „Ég hugsa að Frakkarnir verði með meiri hraða á boltanum og að það verði erfiðara að verjast því. Þeir koma með góðar hraðaskiptingar og eiga sterka leikmenn. Við þurfum að vera tilbúnir að mæta því,“ sagði hann. Frakkar eiga margar stórstjörnur í sínu liði en West Ham-maðurinn Dimitri Payet hefur blómstrað á EM til þessa. Það kemur líklega í hlut Birkis Más Sævarssonar að gæta hans og var hann spurður af frönskum blaðamanni hvernig honum hugnaðist það. „Payet er leikmaður með mikil gæði. Ég sé hann í hverri viku og hann spilar nánast alltaf vel. Ég þarf bara að vera ákveðinn og láta hann ekki skera inn og skjóta með hægri. Ég þarf að koma honum á vinstri fótinn.“ „Það verður erfitt að finna veikleika á franska liðinu og Payet. Ég þarf bara að vera ákveðinn og leyfa honum ekki að stýra boltanum í netið,“ sagði Birkir Már Lagerbäck segir enn fremur að ástand íslenska hópsins sé gott. Aron Einar Gunnarsson æfði lítið með liðinu í gær en verður með í dag. „Hann gerði ekkert samkvæmt læknisráði í gær en það er ekkert vandamál. Allir 23 leikmenn eru heilir og hann mun æfa í dag. Ég býst ekki við því að neinn meiðist á æfingu því ef það gerist þá mun viðkomandi upplifa afar erfiða tíma.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00 Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Lars Lagerbäck segir ljóst að öll lið séu með veikleika en að það sé erfitt að finna þá í franska landsliðinu, sem verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudag. „Frakkar eru með mikla og góða hlaupagetu í sínum liði og sterkir í návígjum,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. „En eins og við höfum séð þá verður þetta áhugaverður slagur. En það kæmi mér á óvart ef að myndum tapa fyrir þeim út af þeir hafa betur gegn okkur út af líkamlegum eða andlegum styrk. Ég er ekki viss um að þessir strákar kunni að tapa slíkum baráttum,“ sagði þjálfarinn. Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í stóru hlutverki með íslenska liðinu á EM og hann á von á öðruvísi og erfiðari leik gegn Frakklandi en Englandi. „Ég hugsa að Frakkarnir verði með meiri hraða á boltanum og að það verði erfiðara að verjast því. Þeir koma með góðar hraðaskiptingar og eiga sterka leikmenn. Við þurfum að vera tilbúnir að mæta því,“ sagði hann. Frakkar eiga margar stórstjörnur í sínu liði en West Ham-maðurinn Dimitri Payet hefur blómstrað á EM til þessa. Það kemur líklega í hlut Birkis Más Sævarssonar að gæta hans og var hann spurður af frönskum blaðamanni hvernig honum hugnaðist það. „Payet er leikmaður með mikil gæði. Ég sé hann í hverri viku og hann spilar nánast alltaf vel. Ég þarf bara að vera ákveðinn og láta hann ekki skera inn og skjóta með hægri. Ég þarf að koma honum á vinstri fótinn.“ „Það verður erfitt að finna veikleika á franska liðinu og Payet. Ég þarf bara að vera ákveðinn og leyfa honum ekki að stýra boltanum í netið,“ sagði Birkir Már Lagerbäck segir enn fremur að ástand íslenska hópsins sé gott. Aron Einar Gunnarsson æfði lítið með liðinu í gær en verður með í dag. „Hann gerði ekkert samkvæmt læknisráði í gær en það er ekkert vandamál. Allir 23 leikmenn eru heilir og hann mun æfa í dag. Ég býst ekki við því að neinn meiðist á æfingu því ef það gerist þá mun viðkomandi upplifa afar erfiða tíma.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00 Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00
Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15
„Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29
Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46
Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31