Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2016 13:41 Gunnar Hrafn söðlar um, úr fréttasettinu og gengur til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður gaf nú rétt í þessu út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni, þar sem hann tilkynnir að hann hafi nú látið af störfum hjá RÚV eftir átta ára feril þar til að ganga til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn segir þetta erfiðustu ákvörðun ævi sinnar en hann hafi fundið fyrir vaxandi óþoli gagnvart samfélagsmálum, svo mjög að ekki verði við búið lengur. Og þar sem stefna RÚV sé sú að fréttamenn tjái sig ekki um álitamál í samfélaginu eigi hann engan kost annan en segja upp störfum.Tortóla er skattaskjól og ríkisstjórnin sökkarSvo lætur Gunnar Hrafn vaða: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfylltar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur forseti. Eiður Smári ætti að fá að spila meira,“ segir Gunnar Hrafn. En, að öllu gamni slepptu, segir Gunnar Hrafn, er bara einn flokkur sem veitir honum von um bjartari tíð og það eru Píratar. „Þar eru stefnumál mótuð af almennum kjósendum en ekki einhverri forystusveit, grasrótin er flokkurinn. Næst á dagskrá hjá mér er því að hella mér í að hjálpa Pírötum á hvern þann hátt sem ég get og tryggja að eitthvað af þessu góða fylgi í könnunum skili sér í kjörkassana. Það er ekkert sjálfsagt mál.“Nálgast Píratana af fullri auðmýktÞað vakti athygli þegar Björn Þorláksson gekk til liðs við Pírata, og vildi leiða lista þeirra fyrir Norð-Austan. Hann hlaut ekki brautargengi og brást fremur illa við því. Gunnar Hrafn nálgast þetta hins vegar af meiri auðmýkt. „Strax og ég nefndi það að ég ætlaði að segja upp í góðri og öruggri vinnu sem ég elska til að ganga í Pírata var ég spurður hvort ég ætlaði þá í prófkjör. Auðvitað langar mig til þess,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og hann heldur áfram:Gunnar Hrafn telur ekki að þessi skref verði olía á eld samsæriskenninga um að RÚV vinni gegn núverandi ríkisstjórnarflokkum.„Hins vegar ætla ég að byrja á að hella mér út í þetta af fullum hug, athuga hvernig hljómgrunnurinn er meðal félagsmanna og sjá svo til Ég tók alls ekki þetta skref til að sækjast eftir einhverju tilteknu hlutverki. Það skiptir öllu að fá sem fjölbreyttastan hóp í öll þau mikilvægu störf sem þarf að sinna. Þingsætin, jafn mikilvæg og þau eru, verða alltaf mun færri en þeir stólar sem þarf að fylla á öðrum stöðum. Ég verð til staðar hvar sem menn vilja hafa mig.“Hefur ekkert með hlutleysi RÚV að geraStutt er síðan Gunnar Hrafn tilkynnti um þetta og hann segist hafa fengið veruleg viðbrögð nú þegar, talsvert meiri en hann hugði. Vísir spurði Gunnar Hrafn hvort hann óttaðist ekki að þessi uppsögn gæti orðið olía á eld þeirra samsæriskenninga sem ganga út á að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé andsnúin núverandi ríkisstjórnarflokkum? Gunnar Hrafn heldur ekki: „Það sem mér finnst best við RÚV er að við fáum yfirleitt sömu gagnrýni úr báðum áttum og það ýtti alltaf undir trú mína að við værum að gera eitthvað rétt. Ég hafði aldrei neitt ritstjórnarvald eða yfirsýn yfir fréttaflutning en mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að nokkur fréttamaður þar starfi af óheilindum eða láti annað en fréttamat ráða ferðinni - þetta er allt mjög sanngjarnt fólk og passar sig kannski einmitt sérstaklega þegar það gæti verið sakað um hlutdrægni.“ Hér fyrir neðan getur að líta tilkynningu Gunnars Hrafns í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður gaf nú rétt í þessu út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni, þar sem hann tilkynnir að hann hafi nú látið af störfum hjá RÚV eftir átta ára feril þar til að ganga til liðs við Pírata. Gunnar Hrafn segir þetta erfiðustu ákvörðun ævi sinnar en hann hafi fundið fyrir vaxandi óþoli gagnvart samfélagsmálum, svo mjög að ekki verði við búið lengur. Og þar sem stefna RÚV sé sú að fréttamenn tjái sig ekki um álitamál í samfélaginu eigi hann engan kost annan en segja upp störfum.Tortóla er skattaskjól og ríkisstjórnin sökkarSvo lætur Gunnar Hrafn vaða: „Þessi ríkisstjórn sökkar. Tortóla er skattaskjól. Piparfylltar lakkrísreimar eru ekki alveg að gera sig. Guðni verður flottur forseti. Eiður Smári ætti að fá að spila meira,“ segir Gunnar Hrafn. En, að öllu gamni slepptu, segir Gunnar Hrafn, er bara einn flokkur sem veitir honum von um bjartari tíð og það eru Píratar. „Þar eru stefnumál mótuð af almennum kjósendum en ekki einhverri forystusveit, grasrótin er flokkurinn. Næst á dagskrá hjá mér er því að hella mér í að hjálpa Pírötum á hvern þann hátt sem ég get og tryggja að eitthvað af þessu góða fylgi í könnunum skili sér í kjörkassana. Það er ekkert sjálfsagt mál.“Nálgast Píratana af fullri auðmýktÞað vakti athygli þegar Björn Þorláksson gekk til liðs við Pírata, og vildi leiða lista þeirra fyrir Norð-Austan. Hann hlaut ekki brautargengi og brást fremur illa við því. Gunnar Hrafn nálgast þetta hins vegar af meiri auðmýkt. „Strax og ég nefndi það að ég ætlaði að segja upp í góðri og öruggri vinnu sem ég elska til að ganga í Pírata var ég spurður hvort ég ætlaði þá í prófkjör. Auðvitað langar mig til þess,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og hann heldur áfram:Gunnar Hrafn telur ekki að þessi skref verði olía á eld samsæriskenninga um að RÚV vinni gegn núverandi ríkisstjórnarflokkum.„Hins vegar ætla ég að byrja á að hella mér út í þetta af fullum hug, athuga hvernig hljómgrunnurinn er meðal félagsmanna og sjá svo til Ég tók alls ekki þetta skref til að sækjast eftir einhverju tilteknu hlutverki. Það skiptir öllu að fá sem fjölbreyttastan hóp í öll þau mikilvægu störf sem þarf að sinna. Þingsætin, jafn mikilvæg og þau eru, verða alltaf mun færri en þeir stólar sem þarf að fylla á öðrum stöðum. Ég verð til staðar hvar sem menn vilja hafa mig.“Hefur ekkert með hlutleysi RÚV að geraStutt er síðan Gunnar Hrafn tilkynnti um þetta og hann segist hafa fengið veruleg viðbrögð nú þegar, talsvert meiri en hann hugði. Vísir spurði Gunnar Hrafn hvort hann óttaðist ekki að þessi uppsögn gæti orðið olía á eld þeirra samsæriskenninga sem ganga út á að fréttastofa Ríkisútvarpsins sé andsnúin núverandi ríkisstjórnarflokkum? Gunnar Hrafn heldur ekki: „Það sem mér finnst best við RÚV er að við fáum yfirleitt sömu gagnrýni úr báðum áttum og það ýtti alltaf undir trú mína að við værum að gera eitthvað rétt. Ég hafði aldrei neitt ritstjórnarvald eða yfirsýn yfir fréttaflutning en mér dettur ekki í hug í eina sekúndu að nokkur fréttamaður þar starfi af óheilindum eða láti annað en fréttamat ráða ferðinni - þetta er allt mjög sanngjarnt fólk og passar sig kannski einmitt sérstaklega þegar það gæti verið sakað um hlutdrægni.“ Hér fyrir neðan getur að líta tilkynningu Gunnars Hrafns í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sjá meira