Frábær blanda hjá frábæru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2016 09:00 Dimitri Payet hefur farið á kostum. vísir/getty Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leikur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France. Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með sterkasta 23 manna hópinn á mótinu. Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakklandi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar. Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa spilað með bestu liðum Evrópu í bland við ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila með risum í álfunni. Frakkar geta séð fram á velgengni næsta áratuginn eða svo með leikmennina sem eru að koma upp en það sem skiptir máli er að liðið er líka tilbúið til að vinna núna. Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær hefur algjörlega vantað í íslenska liðið. Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á endanum. Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir leikinn. Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistarann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman. Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leikur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France. Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með sterkasta 23 manna hópinn á mótinu. Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakklandi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar. Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa spilað með bestu liðum Evrópu í bland við ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila með risum í álfunni. Frakkar geta séð fram á velgengni næsta áratuginn eða svo með leikmennina sem eru að koma upp en það sem skiptir máli er að liðið er líka tilbúið til að vinna núna. Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær hefur algjörlega vantað í íslenska liðið. Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á endanum. Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir leikinn. Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistarann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman. Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira