Segir orðræðuna á Alþingi jaðra við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2016 16:44 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir Alþingi ekki jafn ánægjulegan og virðulegan vinnustað og það var áður fyrr. vísir Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira