Fótbolti

Khedira missir af Frakkaleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Khedira missir af Frakkaleiknum en Schweinsteiger er í kapphlaupi við tímann að ná sér góðum.
Khedira missir af Frakkaleiknum en Schweinsteiger er í kapphlaupi við tímann að ná sér góðum. vísir/epa
Sami Khedira verður ekki með Þýskalandi í leiknum gegn Frakklandi í undanúrslitum EM 2016 í Marseille á fimmtudaginn vegna meiðsla.

Khedira meiddist í nára og þurfti að fara af velli eftir aðeins 16 mínútna leik gegn Ítalíu á laugardaginn.

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, staðfesti svo í dag að Khedira yrði ekki með í leiknum gegn Frökkum.

Löw er vandi á höndum fyrir leikinn í Marseille. Auk Khedira meiddist framherjinn Mario Gómez í leiknum gegn Ítölum en hann spilar ekki meira með á EM. Þá tekur miðvörðurinn Mats Hummels út leikbann á fimmtudaginn.

Bastian Schweinsteiger, sem kom inn á fyrir Khedira í leiknum á laugardaginn, er svo í kapphlaupi við tímann að ná sér góðum fyrir leikinn gegn Frökkum en hann meiddist lítillega eftir að hann kom inn á gegn Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×